Að gefa líf Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun