Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir, Þórarinn Haraldsson, Þórdís Guðjónsdóttir og Sigurveig Benediktsdóttir skrifa 29. október 2025 12:32 Síðastliðinn laugardag fjölmenntu félagsmenn á boðaðan félagsfund Sósíalistaflokks Íslands. Er fundur hafði verið settur og formaður framkvæmdastjórnar kynnt fundarstjóra, stóð félagsmaður upp og lagði fram tillögu um að fundarmenn fengju að kjósa sér fundarstjóra. Slík tillaga er eðlileg og sjálfsögð og skal njóta forgangs á félagsfundi í lýðræðislegu félagi. Enda er nauðsynlegt að fundarmenn beri traust til þeirra sem fundi stjórna. Meirihluti fundarmanna rétti upp hönd tillögunni til stuðnings. En í stað þess að framkvæmdastjórn virti vilja fundarmanna varð uppi fótur og fit. Fjarfundi var slitið sem útilokaði tugi félaga frá þátttöku á fundinum. Í reynd lýstu meðlimir framkvæmdastjórnar því yfir að lýðræði yrði ekki í boði á þessum fundi: „Svona virkar þetta ekki!“, sagði formaðurinn, og sagði stjórnir hafa „ákveðið fundarsköp“ í vikunni á undan — og þar með hver yrðu fundarstjóri, varafundarstjóri og fundarritari. Í fundarboði kom skýrt fram að um félagsfund væri að ræða, en í óðagoti sínu sögðu þau að skilgreina ætti fundinn sem einskonar upplýsingafund stjórna, þar sem þau mættu alfarið ráða ferðinni. Annar fundarmaður stóð þá upp og lagði fram réttartillögu um vantraust á fundarstjóra, sem einnig skal taka til greina tafar- og umyrðalaust. Meirihluti rétti einnig upp hönd henni til stuðnings. En stjórnarliðar brugðust enn ókvæða við og reyndu meðal annars að ljúga því að fundarmönnum að á félagsfundum flokksins væru engar ákvarðanir teknar. Nokkur hiti var kominn í leikinn er einn stjórnarliðinn hrópaði: „Þetta er hópeinelti!“, og hreytti í fundarmann að hún ætti ekki að hafa „málfrelsisrétt“. Til að gera langa sögu stutta má segja að framkvæmdastjórn hafi tjáð fundarmönnum að lýðræðið skyldi bíða fram að næsta aðalfundi og hringdu í lögregluna. Vilji fundarins var skýr En, stjórnir flokksins hafa ekki vald yfir félögum heldur þiggja þær vald sitt frá félögum. Þrátt fyrir að stjórnarliðar legðu sig alla fram við að þagga niður í félagsmönnum, og hindra almenn og lýðræðisleg fundarsköp, kaus fundurinn sér fundarstjóra og ritara sem fengu umboð yfirgnæfandi meirihluta. Á fundinum var borin fram tillaga um að efnt yrði til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember 2025. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og ber stjórnum að framkvæma vilja félagsmanna. Málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisréttur takmarkar valdsvið stjórna Á aðalfundi flokksins, þann 24. maí síðastliðinn, var einnig lögð fram tillaga um kosningu fundarstjóra. Skipuleggjendur fundarins, þáverandi framkvæmdastjórn, virtu almenn fundarsköp og tóku tillöguna til greina án mótmæla. Fundarmenn fengu því að velja sér fundarstjóra eins og eðlilegt er. Þannig voru réttindi og jafnræði félagsmanna virt, eins og sjálfsagt er í lýðræðislegu félagi. Í opnum, lýðræðislegum félögum hafa allir félagsmenn jafnan tillögu- og atkvæðisrétt. Sú jafnræðisregla takmarkar valdsvið stjórna, eðli málsins samkvæmt. En um helgina sýndu núverandi meðlimir framkvæmdastjórnar af sér einbeittan brotavilja. Í krafti sinnar stöðu vildu þau virða að vettugi tillögu- og atkvæðisrétt félagsmanna. Þeim sem þekkja almenn fundarsköp má vera ljóst að framkvæmdastjórn er vanhæf til ábyrgðar. Meðlimir hennar skilja hvorki né virða lýðræðisleg grundvallarréttindi félagsmanna. Í stað þess að axla þá ábyrgð af heilindum sem þeim var falin á aðalfundi, voru þau tilbúin til að beita félaga valdníðslu í krafti sinnar stöðu. Í ljósi atburða helgarinnar er enn brýnna að efnt verði til auka-aðalfundar, þar sem stjórnum mun gefast tækifæri til að endurnýja umboð sitt ef sá er vilji félaga. Ef meirihluti félagsmanna vill að stjórnum sé heimilt að beita félagsmenn valdníðslu af þeim toga sem almennir félagsmenn mættu á laugardaginn, er brýnt að sá vilji verði staðfestur á fundi allra félagsmanna. Valdníðsla framkvæmdastjórnar Sitjandi stjórnir flokksins voru kjörnar til ábyrgðar á grunni fagurgala nokkurra meðlima þeirra um breytingar til góðs. Á grunni loforða þeirra um aukið lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, einn helsti talsmaður sitjandi stjórna, lofaði öllu fögru þar um og endurtók sinn fagurgala síðast á félagsfundi í september: „Við getum ekki talað fyrir lýðræði í samfélaginu ef við höfum ekki lýðræði í okkar eigin röðum.“ En á aðeins örfáum mánuðum hafa dæmin um valdníðslu framkvæmdastjórnar hrannast upp. Á síðasta félagsfundi var meðal annars borið undir atkvæði fundarmanna hvort stjórnir mættu ráða sér upplýsingafulltrúa — einskonar talsmann flokksins. Sú tillaga var ekki á auglýstri dagskrá fundar og atkvæðisréttur félaga því að engu hafður. Ákvörðun sem þessi er annars eðlis en sú sem tekin var á fundinum um helgina. Það að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar og bjóði öllum félögum til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar mun aðeins styrkja lýðræði innan flokksins. En að stjórnir sæki sér heimild til að handvelja einhvern til að gegna hlutverki andlits flokksins út á við, án þess að sú beiðni komi fram á auglýstri dagskrá félagsfundar, er alvarlegt brot á atkvæðisrétti félaga. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig framkvæmdastjórn virðir lög flokksins og réttindi félaga að vettugi. Klíkumyndun, leyndarhyggja og samþjöppun valds Alvarlegasta dæmið um valdníðslu framkvæmdastjórnar er líklega framkvæmdin við stofnun stærsta svæðisfélags flokksins: Sósíalistafélags Reykjavíkur. Samkvæmt lögum flokksins hafa allir félagar sem búsettir eru í Reykjavík atkvæðisrétt á fundum félagsins, en aðeins örfáir, útvaldir fengu boð á stofnfund þess. Meðal þeirra sem ekki fengu boð voru kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík, þrátt fyrir að félaginu sé ætlað að halda utan um sveitarstjórnarkosningar — sem eru á næsta leiti.Á þessum fámennisfundi voru greidd atkvæði um þær samþykktir sem félagið mun starfa eftir. Einnig var kosið í stjórn félagsins — og auðvitað var það einn af meðlimum framkvæmdastjórnar sem var kjörinn formaður. Þannig var þá lýðræðið sem félögum var lofað: Atkvæðisréttur félaga hafður að engu, aðeins útvalin klíka fær boð á mikilvæga fundi, sem haldnir eru í leyni, og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Lýðræði, gagnsæi og valddreifing Markmið laga og skipulags flokksins eru skýr, og ber að túlka öll önnur ákvæði í ljósi þeirra: „Tilgangur eftirfarandi Skipulags er að stuðla að lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Engin stjórnmálahreyfing er ónæm fyrir vandamálum á borð við klíkumyndun, leyndarhyggju og samþjöppun valds og er Skipulaginu jafnframt ætlað að setja þeim hömlur.“ Þá eru lög félagsins skýr um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir að starfsemi flokksins sé í samræmi við Lög og Skipulag“ Sitjandi framkvæmdastjórn veldur ekki hlutverki sínu. Meðlimir hennar hafa sýnt af sér síendurtekið ábyrgðarleysi gagnvart þeim réttindum félagsmanna sem þeim ber að þjóna, og félagsstarfið fer fram í trássi við markmið og anda laga flokksins. Aðeins útvöldum félögum er tryggð þátttaka í þeirra svokallaða lýðræði, gagnsæi víkur fyrir leyndarhyggju og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Í flokknum er nú, með vísan í orð Karls Héðins, ofur-miðstýring, skuggastjórnun og fáeinir einstaklingar sem ráða allt of miklu. Sósíalistaþing og auka-aðalfund þann 22. nóvember! Undirrituð krefjast þess að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar, sem fram fór þann 25. október 2025, og efni til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember næstkomandi. Ef vilji meirihluta félagsmanna er í raun sá, að stjórnir megi starfa á þann hátt sem dæmin sýna, er í það minnsta nauðsynlegt að stjórnir endurnýji umboð sitt og að lögum og samþykktum sé breytt í samræmi. Sem stendur er ekki farið að lögum. Margrét Pétursdóttir Þórarinn Haraldsson Þórdís Guðjónsdóttir Sigurveig Benediktsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fjölmenntu félagsmenn á boðaðan félagsfund Sósíalistaflokks Íslands. Er fundur hafði verið settur og formaður framkvæmdastjórnar kynnt fundarstjóra, stóð félagsmaður upp og lagði fram tillögu um að fundarmenn fengju að kjósa sér fundarstjóra. Slík tillaga er eðlileg og sjálfsögð og skal njóta forgangs á félagsfundi í lýðræðislegu félagi. Enda er nauðsynlegt að fundarmenn beri traust til þeirra sem fundi stjórna. Meirihluti fundarmanna rétti upp hönd tillögunni til stuðnings. En í stað þess að framkvæmdastjórn virti vilja fundarmanna varð uppi fótur og fit. Fjarfundi var slitið sem útilokaði tugi félaga frá þátttöku á fundinum. Í reynd lýstu meðlimir framkvæmdastjórnar því yfir að lýðræði yrði ekki í boði á þessum fundi: „Svona virkar þetta ekki!“, sagði formaðurinn, og sagði stjórnir hafa „ákveðið fundarsköp“ í vikunni á undan — og þar með hver yrðu fundarstjóri, varafundarstjóri og fundarritari. Í fundarboði kom skýrt fram að um félagsfund væri að ræða, en í óðagoti sínu sögðu þau að skilgreina ætti fundinn sem einskonar upplýsingafund stjórna, þar sem þau mættu alfarið ráða ferðinni. Annar fundarmaður stóð þá upp og lagði fram réttartillögu um vantraust á fundarstjóra, sem einnig skal taka til greina tafar- og umyrðalaust. Meirihluti rétti einnig upp hönd henni til stuðnings. En stjórnarliðar brugðust enn ókvæða við og reyndu meðal annars að ljúga því að fundarmönnum að á félagsfundum flokksins væru engar ákvarðanir teknar. Nokkur hiti var kominn í leikinn er einn stjórnarliðinn hrópaði: „Þetta er hópeinelti!“, og hreytti í fundarmann að hún ætti ekki að hafa „málfrelsisrétt“. Til að gera langa sögu stutta má segja að framkvæmdastjórn hafi tjáð fundarmönnum að lýðræðið skyldi bíða fram að næsta aðalfundi og hringdu í lögregluna. Vilji fundarins var skýr En, stjórnir flokksins hafa ekki vald yfir félögum heldur þiggja þær vald sitt frá félögum. Þrátt fyrir að stjórnarliðar legðu sig alla fram við að þagga niður í félagsmönnum, og hindra almenn og lýðræðisleg fundarsköp, kaus fundurinn sér fundarstjóra og ritara sem fengu umboð yfirgnæfandi meirihluta. Á fundinum var borin fram tillaga um að efnt yrði til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember 2025. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og ber stjórnum að framkvæma vilja félagsmanna. Málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisréttur takmarkar valdsvið stjórna Á aðalfundi flokksins, þann 24. maí síðastliðinn, var einnig lögð fram tillaga um kosningu fundarstjóra. Skipuleggjendur fundarins, þáverandi framkvæmdastjórn, virtu almenn fundarsköp og tóku tillöguna til greina án mótmæla. Fundarmenn fengu því að velja sér fundarstjóra eins og eðlilegt er. Þannig voru réttindi og jafnræði félagsmanna virt, eins og sjálfsagt er í lýðræðislegu félagi. Í opnum, lýðræðislegum félögum hafa allir félagsmenn jafnan tillögu- og atkvæðisrétt. Sú jafnræðisregla takmarkar valdsvið stjórna, eðli málsins samkvæmt. En um helgina sýndu núverandi meðlimir framkvæmdastjórnar af sér einbeittan brotavilja. Í krafti sinnar stöðu vildu þau virða að vettugi tillögu- og atkvæðisrétt félagsmanna. Þeim sem þekkja almenn fundarsköp má vera ljóst að framkvæmdastjórn er vanhæf til ábyrgðar. Meðlimir hennar skilja hvorki né virða lýðræðisleg grundvallarréttindi félagsmanna. Í stað þess að axla þá ábyrgð af heilindum sem þeim var falin á aðalfundi, voru þau tilbúin til að beita félaga valdníðslu í krafti sinnar stöðu. Í ljósi atburða helgarinnar er enn brýnna að efnt verði til auka-aðalfundar, þar sem stjórnum mun gefast tækifæri til að endurnýja umboð sitt ef sá er vilji félaga. Ef meirihluti félagsmanna vill að stjórnum sé heimilt að beita félagsmenn valdníðslu af þeim toga sem almennir félagsmenn mættu á laugardaginn, er brýnt að sá vilji verði staðfestur á fundi allra félagsmanna. Valdníðsla framkvæmdastjórnar Sitjandi stjórnir flokksins voru kjörnar til ábyrgðar á grunni fagurgala nokkurra meðlima þeirra um breytingar til góðs. Á grunni loforða þeirra um aukið lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, einn helsti talsmaður sitjandi stjórna, lofaði öllu fögru þar um og endurtók sinn fagurgala síðast á félagsfundi í september: „Við getum ekki talað fyrir lýðræði í samfélaginu ef við höfum ekki lýðræði í okkar eigin röðum.“ En á aðeins örfáum mánuðum hafa dæmin um valdníðslu framkvæmdastjórnar hrannast upp. Á síðasta félagsfundi var meðal annars borið undir atkvæði fundarmanna hvort stjórnir mættu ráða sér upplýsingafulltrúa — einskonar talsmann flokksins. Sú tillaga var ekki á auglýstri dagskrá fundar og atkvæðisréttur félaga því að engu hafður. Ákvörðun sem þessi er annars eðlis en sú sem tekin var á fundinum um helgina. Það að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar og bjóði öllum félögum til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar mun aðeins styrkja lýðræði innan flokksins. En að stjórnir sæki sér heimild til að handvelja einhvern til að gegna hlutverki andlits flokksins út á við, án þess að sú beiðni komi fram á auglýstri dagskrá félagsfundar, er alvarlegt brot á atkvæðisrétti félaga. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig framkvæmdastjórn virðir lög flokksins og réttindi félaga að vettugi. Klíkumyndun, leyndarhyggja og samþjöppun valds Alvarlegasta dæmið um valdníðslu framkvæmdastjórnar er líklega framkvæmdin við stofnun stærsta svæðisfélags flokksins: Sósíalistafélags Reykjavíkur. Samkvæmt lögum flokksins hafa allir félagar sem búsettir eru í Reykjavík atkvæðisrétt á fundum félagsins, en aðeins örfáir, útvaldir fengu boð á stofnfund þess. Meðal þeirra sem ekki fengu boð voru kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík, þrátt fyrir að félaginu sé ætlað að halda utan um sveitarstjórnarkosningar — sem eru á næsta leiti.Á þessum fámennisfundi voru greidd atkvæði um þær samþykktir sem félagið mun starfa eftir. Einnig var kosið í stjórn félagsins — og auðvitað var það einn af meðlimum framkvæmdastjórnar sem var kjörinn formaður. Þannig var þá lýðræðið sem félögum var lofað: Atkvæðisréttur félaga hafður að engu, aðeins útvalin klíka fær boð á mikilvæga fundi, sem haldnir eru í leyni, og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Lýðræði, gagnsæi og valddreifing Markmið laga og skipulags flokksins eru skýr, og ber að túlka öll önnur ákvæði í ljósi þeirra: „Tilgangur eftirfarandi Skipulags er að stuðla að lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Engin stjórnmálahreyfing er ónæm fyrir vandamálum á borð við klíkumyndun, leyndarhyggju og samþjöppun valds og er Skipulaginu jafnframt ætlað að setja þeim hömlur.“ Þá eru lög félagsins skýr um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir að starfsemi flokksins sé í samræmi við Lög og Skipulag“ Sitjandi framkvæmdastjórn veldur ekki hlutverki sínu. Meðlimir hennar hafa sýnt af sér síendurtekið ábyrgðarleysi gagnvart þeim réttindum félagsmanna sem þeim ber að þjóna, og félagsstarfið fer fram í trássi við markmið og anda laga flokksins. Aðeins útvöldum félögum er tryggð þátttaka í þeirra svokallaða lýðræði, gagnsæi víkur fyrir leyndarhyggju og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Í flokknum er nú, með vísan í orð Karls Héðins, ofur-miðstýring, skuggastjórnun og fáeinir einstaklingar sem ráða allt of miklu. Sósíalistaþing og auka-aðalfund þann 22. nóvember! Undirrituð krefjast þess að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar, sem fram fór þann 25. október 2025, og efni til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember næstkomandi. Ef vilji meirihluta félagsmanna er í raun sá, að stjórnir megi starfa á þann hátt sem dæmin sýna, er í það minnsta nauðsynlegt að stjórnir endurnýji umboð sitt og að lögum og samþykktum sé breytt í samræmi. Sem stendur er ekki farið að lögum. Margrét Pétursdóttir Þórarinn Haraldsson Þórdís Guðjónsdóttir Sigurveig Benediktsdóttir
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun