Þegar heimilið er ekki griðastaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun