Segja samkynhneigða íþróttamenn standa sig betur ef þeir koma út úr skápnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Menn hafa spilað með regnbogareimar í ensku úrvalsdeildinni til stuðnings samkynhneigðum en enginn leikmaður í deildinni er kominn út úr skápnum. vísir/getty Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið.
Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira