Segja samkynhneigða íþróttamenn standa sig betur ef þeir koma út úr skápnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Menn hafa spilað með regnbogareimar í ensku úrvalsdeildinni til stuðnings samkynhneigðum en enginn leikmaður í deildinni er kominn út úr skápnum. vísir/getty Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira