Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 13:34 Katrín Ásbjörnsdóttir, lengst til vinstri, skoraði jöfnunarmark Íslands. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00