Kosið um gott líf á laugardaginn Almar Guðmundsson skrifar 27. október 2016 00:00 Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun