Frakkland var svo sannarlega engin endastöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 07:00 Theodór Elmar Bjarnason kom inn í byrjunarliðið í leiknum gegn Tyrklandi og spilaði eins og sá sem valdið hefur. Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta verða í 21. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þegar nýr listi verður gefinn út eftir slétta viku. Íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á listanum og bætir eigið met frá því í júlí þegar það stökk upp um tólf sæti. upp í það 22., eftir frábært gengi á Evrópumótinu í Frakklandi. Margir óttuðust að blaðran myndi springa eftir veisluna í sumar þar sem íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sendi Englendinga heim í 16 liða úrslitum. Hún er svo sannarlega ekki sprungin. Fótboltaveislan heldur áfram, þökk sé góðum árangri í fyrstu leikjum undankeppni HM 2018. Þar eru strákarnir okkar í öðru sæti síns riðils, taplausir og búnir að sækja stig á erfiðan útivöll gegn Úkraínu og vinna sterkt lið Tyrklands á heimavelli.Byrjaði að ræða HM á EM Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var líklega mest meðvitaður allra um að mögulega yrði erfitt að koma íslenska liðinu aftur í gang eftir ævintýrið í Frakklandi. Og það var líka snúið. Strax á EM í sumar var Heimir byrjaður að ræða undankeppni HM 2018 og að vandasamt yrði að koma liðinu aftur af stað. Hann hélt mönnum á tánum með því að minna á að íslenskum fótbolta væri ekki lokið eftir EM. Þetta væri aðeins byrjunin.graf/fréttablaðið„Það var mitt að hugsa fram í tímann. Sagan segir okkur að það sé erfitt að endurræsa sig þegar það gengur svona vel. Við erum ekkert spes, það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski viðbúið að við Íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Þess vegna fannst mér mikilvægt að byrja að tala um þetta strax í sumar, bæði út af umgjörðinni fyrir KSÍ og fyrir strákana,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær. Þessar viðvaranir og áminningar Heimis um að ævintýrið í Frakklandi væri upphafið á einhverju ennþá stærra virðast hafa svínvirkað. Frammistaðan gegn Tyrklandi bar þess merki en auðvelt er að halda því fram að íslenska liðið hafi aldrei spilað betur undir stjórn Heimis og áður Heimis og Lars.Litlar breytingar Heimir ákvað að umvelta ekki spilamennsku landsliðsins eftir að hann tók við einn sem aðalþjálfari eftir brotthvarf Lars Lagerbäck. Á blaðamannafundi þegar hann valdi hópinn gegn Úkraínu fór hann yfir það hverjir væru styrkleikar íslenska liðsins. Þó strákarnir okkar væru aðeins 35-39 prósent með boltann í sínum leikjum töpuðu þeir sjaldan og færanýtingin væri góð. Hann sagði að sig langaði smám saman að þróa leik liðsins en það þyrfti að fara hægt í það. „Þetta er góð byrjun hjá okkur en hún hékk á bláþræði gegn Finnlandi. Þetta er riðill sem mun ráðast á smáatriðunum en gegn Finnlandi skipti máli að menn héldu áfram. Þar hjálpaði til að menn voru ágætlega undirbúnir í hausnum,“ sagði Heimir og bætir við að Finnaleikurinn hafi kveikt á liðinu. „Þetta var spurning um að einhver héldi að hlutirnir gerðust af sjálfu sér því við náðum góðum árangri. Það er bara ekki þannig. Þetta er undir okkur komið. Það sem mér fannst gott við þennan leik gegn Finnum er að menn héldu áfram. Frakkland var svo sannarlega engin endastöð. Við sögðum þá og höldum því áfram að velgengni er ekki endastöð. Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta verða í 21. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þegar nýr listi verður gefinn út eftir slétta viku. Íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á listanum og bætir eigið met frá því í júlí þegar það stökk upp um tólf sæti. upp í það 22., eftir frábært gengi á Evrópumótinu í Frakklandi. Margir óttuðust að blaðran myndi springa eftir veisluna í sumar þar sem íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sendi Englendinga heim í 16 liða úrslitum. Hún er svo sannarlega ekki sprungin. Fótboltaveislan heldur áfram, þökk sé góðum árangri í fyrstu leikjum undankeppni HM 2018. Þar eru strákarnir okkar í öðru sæti síns riðils, taplausir og búnir að sækja stig á erfiðan útivöll gegn Úkraínu og vinna sterkt lið Tyrklands á heimavelli.Byrjaði að ræða HM á EM Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var líklega mest meðvitaður allra um að mögulega yrði erfitt að koma íslenska liðinu aftur í gang eftir ævintýrið í Frakklandi. Og það var líka snúið. Strax á EM í sumar var Heimir byrjaður að ræða undankeppni HM 2018 og að vandasamt yrði að koma liðinu aftur af stað. Hann hélt mönnum á tánum með því að minna á að íslenskum fótbolta væri ekki lokið eftir EM. Þetta væri aðeins byrjunin.graf/fréttablaðið„Það var mitt að hugsa fram í tímann. Sagan segir okkur að það sé erfitt að endurræsa sig þegar það gengur svona vel. Við erum ekkert spes, það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski viðbúið að við Íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Þess vegna fannst mér mikilvægt að byrja að tala um þetta strax í sumar, bæði út af umgjörðinni fyrir KSÍ og fyrir strákana,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær. Þessar viðvaranir og áminningar Heimis um að ævintýrið í Frakklandi væri upphafið á einhverju ennþá stærra virðast hafa svínvirkað. Frammistaðan gegn Tyrklandi bar þess merki en auðvelt er að halda því fram að íslenska liðið hafi aldrei spilað betur undir stjórn Heimis og áður Heimis og Lars.Litlar breytingar Heimir ákvað að umvelta ekki spilamennsku landsliðsins eftir að hann tók við einn sem aðalþjálfari eftir brotthvarf Lars Lagerbäck. Á blaðamannafundi þegar hann valdi hópinn gegn Úkraínu fór hann yfir það hverjir væru styrkleikar íslenska liðsins. Þó strákarnir okkar væru aðeins 35-39 prósent með boltann í sínum leikjum töpuðu þeir sjaldan og færanýtingin væri góð. Hann sagði að sig langaði smám saman að þróa leik liðsins en það þyrfti að fara hægt í það. „Þetta er góð byrjun hjá okkur en hún hékk á bláþræði gegn Finnlandi. Þetta er riðill sem mun ráðast á smáatriðunum en gegn Finnlandi skipti máli að menn héldu áfram. Þar hjálpaði til að menn voru ágætlega undirbúnir í hausnum,“ sagði Heimir og bætir við að Finnaleikurinn hafi kveikt á liðinu. „Þetta var spurning um að einhver héldi að hlutirnir gerðust af sjálfu sér því við náðum góðum árangri. Það er bara ekki þannig. Þetta er undir okkur komið. Það sem mér fannst gott við þennan leik gegn Finnum er að menn héldu áfram. Frakkland var svo sannarlega engin endastöð. Við sögðum þá og höldum því áfram að velgengni er ekki endastöð. Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti