Framsýni eða skammsýni í menntamálum? Páll Rafnar Þorsteinsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Í liðinni viku birtu sjö rektorar íslenskra háskóla opið bréf þar sem þeir vara við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021. Þar kemur fram að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.Fjárframlög til háskólanna of lág Hátt menntunarstig er undirstaða efnahagslegrar velsældar, stuðlar að stjórnmálalegum stöðugleika og eflir lýðræðisvitund. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélaginu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skapandi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti aukum við framleiðni, sköpum eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa Norðurlandaþjóðunum og öðrum OECD-ríkjum eins langt að baki og raun ber vitni þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Það er ávísun á veikari samkeppnisstöðu til langframa. Við störfum í háskólasamfélaginu og höfum kynnst því frá fyrstu hendi hvernig íslenskir háskólar hafa mátt búa við fjársvelti og hafa raunar gert lengi. Þessi staðreynd ber vott um skammsýni stjórnvalda. Þrátt fyrir góðan árangur háskólanna miðað við aðstæður þá þurfa þeir einfaldlega meiri stuðning til þess að geta staðið undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra í framtíðinni. Til þess þurfum við á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir þessa dökku mynd og skammarlegu útkomu í alþjóðlegum samanburði á fjárframlögum til háskólamenntunar skuli núverandi ríkisstjórn ekki sýna ástandinu nokkurn skilning í fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Á sama tíma hreykir ríkisstjórnin sér af góðu efnahagsástandi. Í þessu kristallast pólitísk afstaða ríkisstjórnarinnar til menntunar.Fjárfesting í framtíðinni Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar séu fjárfesting til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Við trúum því að við munum styrkja stöðu okkar með því að efla menntastofnanir og skapa aðstæður fyrir framsækið rannsóknastarf. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og framsýnt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum samfélagsins. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla innlenda samkeppnissjóði. Jafnframt viljum við stuðla að aukinni sókn í erlenda rannsóknasjóði og þar með aukna þátttöku í alþjóðlegu vísindastarfi. Óvíða er alþjóðlegt samstarf jafn mikilvægt og á sviði menntunar og vísinda. Þess vegna er brýnt að tryggja aðgang íslenskra fræðimanna að hinum alþjóðlega fræðaheimi. Þetta á ekki síst við um evrópskt samstarf, sem hefur reynst íslensku vísindasamfélagi ómetanlegt á umliðnum árum og áratugum. Viðreisn hefur sett það markmið að Ísland nái meðaltali OECD-ríkja hvað varðar fjárfestingu í háskólamenntun strax á næsta kjörtímabili. Jafnframt stendur vilji okkar til þess að því að Íslendingar standi frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum jafnfætis í þessum efnum árið 2022. Háskólar verða að geta horft fram á veginn. Þeir verða að vera framsýnir. Þeir eiga ekki að þurfa að takast á herðar sífellt viðameiri verkefni en hafa ávallt úr jafn litlu að moða. Þeir eiga ekki að þola það að stjórnvöld hugsi með sér „þetta reddast”. Háskólar Íslands mega ekki verða skammsýninni að bráð. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á Viðreisn háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birtu sjö rektorar íslenskra háskóla opið bréf þar sem þeir vara við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021. Þar kemur fram að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.Fjárframlög til háskólanna of lág Hátt menntunarstig er undirstaða efnahagslegrar velsældar, stuðlar að stjórnmálalegum stöðugleika og eflir lýðræðisvitund. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélaginu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skapandi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti aukum við framleiðni, sköpum eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa Norðurlandaþjóðunum og öðrum OECD-ríkjum eins langt að baki og raun ber vitni þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Það er ávísun á veikari samkeppnisstöðu til langframa. Við störfum í háskólasamfélaginu og höfum kynnst því frá fyrstu hendi hvernig íslenskir háskólar hafa mátt búa við fjársvelti og hafa raunar gert lengi. Þessi staðreynd ber vott um skammsýni stjórnvalda. Þrátt fyrir góðan árangur háskólanna miðað við aðstæður þá þurfa þeir einfaldlega meiri stuðning til þess að geta staðið undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra í framtíðinni. Til þess þurfum við á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir þessa dökku mynd og skammarlegu útkomu í alþjóðlegum samanburði á fjárframlögum til háskólamenntunar skuli núverandi ríkisstjórn ekki sýna ástandinu nokkurn skilning í fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Á sama tíma hreykir ríkisstjórnin sér af góðu efnahagsástandi. Í þessu kristallast pólitísk afstaða ríkisstjórnarinnar til menntunar.Fjárfesting í framtíðinni Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar séu fjárfesting til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Við trúum því að við munum styrkja stöðu okkar með því að efla menntastofnanir og skapa aðstæður fyrir framsækið rannsóknastarf. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og framsýnt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum samfélagsins. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla innlenda samkeppnissjóði. Jafnframt viljum við stuðla að aukinni sókn í erlenda rannsóknasjóði og þar með aukna þátttöku í alþjóðlegu vísindastarfi. Óvíða er alþjóðlegt samstarf jafn mikilvægt og á sviði menntunar og vísinda. Þess vegna er brýnt að tryggja aðgang íslenskra fræðimanna að hinum alþjóðlega fræðaheimi. Þetta á ekki síst við um evrópskt samstarf, sem hefur reynst íslensku vísindasamfélagi ómetanlegt á umliðnum árum og áratugum. Viðreisn hefur sett það markmið að Ísland nái meðaltali OECD-ríkja hvað varðar fjárfestingu í háskólamenntun strax á næsta kjörtímabili. Jafnframt stendur vilji okkar til þess að því að Íslendingar standi frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum jafnfætis í þessum efnum árið 2022. Háskólar verða að geta horft fram á veginn. Þeir verða að vera framsýnir. Þeir eiga ekki að þurfa að takast á herðar sífellt viðameiri verkefni en hafa ávallt úr jafn litlu að moða. Þeir eiga ekki að þola það að stjórnvöld hugsi með sér „þetta reddast”. Háskólar Íslands mega ekki verða skammsýninni að bráð. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á Viðreisn háskólanna.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar