Beint lýðræði í stjórnarskrá Einar Hugi Bjarnason skrifar 29. september 2016 07:00 Á síðustu árum hefur ítrekað verið kallað eftir aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku í samfélaginu. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er þessu ákalli svarað og farvegur skapaður fyrir kjósendur til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Frumvarpið er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru ráðherranum í júlí síðastliðnum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýstaðfest lög með þeirri undantekningu að fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin. Í öðru lagi getur sama hlutfall kjósenda krafist atkvæðagreiðslu um ályktanir Alþingis er lúta að samþykki þjóðaréttarsamninga. Í þriðja lagi getur Alþingi með lögum, sem samþykkt eru með auknum meirihluta á þinginu, ákveðið að þingsályktanir, sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun, geti orðið andlag þjóðaratkvæðagreiðslu.Lengra gengið hér Tillögurnar fela í sér mikilvægt skref í þá átt að auka áhrif almennings á ákvarðanatöku í mikilvægum málum og er í því efni gengið lengra en þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Í norsku, sænsku og finnsku stjórnarskránum er ekki mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og í þeirri dönsku er rétturinn til að synja lögum staðfestingar með þjóðaratkvæðagreiðslu ekki hjá kjósendum heldur hjá minni hluta þingmanna. Þá er hvergi á Norðurlöndunum að finna heimildir til handa kjósendum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktanir líkt og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Raunar er staðreyndin sú að aðeins þrjú Vestur-Evrópuríki – Sviss, Liechtenstein og Ítalía – hafa ákvæði í stjórnarskrám sínum sem ganga jafn langt og tillögur stjórnarskrárnefndar.Þröskuldar Lagt er til að fimmtán af hundraði kjósenda þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sama hlutfall og stjórnlaganefnd gerði að tillögu sinni en stjórnlagaráð lagði til að sambærileg heimild yrði háð undirskriftum tíunda hluta kjósenda. Fimmtán prósent kosningabærra manna eru ríflega 35 þúsund einstaklingar. Reynslan hérlendis sýnir að raunhæft er að safna slíkum fjölda undirskrifta á tiltölulega skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að rúmlega 56 þúsund undirskriftir bárust forseta Íslands vegna Icesave I og rúmlega 40 þúsund vegna Icesave III. Til þess að hnekkja lögum eða ályktunum þarf meiri hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis. Fjórðungur kosningabærra manna eru tæplega 60 þúsund einstaklingar. Á lýðveldistímanum hafa tvisvar sinnum farið fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. um gildi laga um ríkisábyrgð á svonefndum Icesave-samningum. Í fyrri atkvæðagreiðslunni synjuðu tæplega 135 þúsund kjósendur, um 60% kosningabærra manna, lögunum samþykkis. Í þeirri síðari rúmlega 100 þúsund eða liðlega 45% þeirra sem voru á kjörskrá. Þó að einhverjum kunni að þykja 25% þröskuldurinn hár er ljóst að hann er fjarri því óyfirstíganlegur þegar um umdeild mál er að tefla.Fest í sessi Tillögur stjórnarskrárnefndar eru vissulega málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ef þær verða að stjórnskipunarlögum hafa náðst fram mikilsverðar lýðræðisumbætur sem fela í sér mikilsverð réttindi fyrir kjósendur sem ekki eru fyrir hendi í núverandi stjórnskipan. Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgaranna aukast. Forseti Íslands hefur að mínum dómi tjáð sig skynsamlega um þá stöðu sem uppi er í málinu og minnt á gildi áfangasigra og málamiðlana og bent á að ráð sé að einblína núna á þá réttarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægum málum. Þá hefur forsetinn bent á að hóflegar breytingar á stjórnarskránni núna útiloka ekki róttækari skref síðar. Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hversu langt skuli ganga við breytingar á stjórnarskrá er ljóst að raunverulegt tækifæri er fyrir hendi nú til að ná fram veigamiklum breytingum á stjórnarskránni. Tækifæri sem óvíst er hvenær kemur aftur. Það væru mikil vonbrigði ef Alþingi léti þetta tækifæri úr greipum renna þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra flokka sem sæti eigi á Alþingi og vilja meirihluta kjósenda, ef mið er tekið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs haustið 2012.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur ítrekað verið kallað eftir aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku í samfélaginu. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er þessu ákalli svarað og farvegur skapaður fyrir kjósendur til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Frumvarpið er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru ráðherranum í júlí síðastliðnum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýstaðfest lög með þeirri undantekningu að fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin. Í öðru lagi getur sama hlutfall kjósenda krafist atkvæðagreiðslu um ályktanir Alþingis er lúta að samþykki þjóðaréttarsamninga. Í þriðja lagi getur Alþingi með lögum, sem samþykkt eru með auknum meirihluta á þinginu, ákveðið að þingsályktanir, sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun, geti orðið andlag þjóðaratkvæðagreiðslu.Lengra gengið hér Tillögurnar fela í sér mikilvægt skref í þá átt að auka áhrif almennings á ákvarðanatöku í mikilvægum málum og er í því efni gengið lengra en þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Í norsku, sænsku og finnsku stjórnarskránum er ekki mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og í þeirri dönsku er rétturinn til að synja lögum staðfestingar með þjóðaratkvæðagreiðslu ekki hjá kjósendum heldur hjá minni hluta þingmanna. Þá er hvergi á Norðurlöndunum að finna heimildir til handa kjósendum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktanir líkt og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Raunar er staðreyndin sú að aðeins þrjú Vestur-Evrópuríki – Sviss, Liechtenstein og Ítalía – hafa ákvæði í stjórnarskrám sínum sem ganga jafn langt og tillögur stjórnarskrárnefndar.Þröskuldar Lagt er til að fimmtán af hundraði kjósenda þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sama hlutfall og stjórnlaganefnd gerði að tillögu sinni en stjórnlagaráð lagði til að sambærileg heimild yrði háð undirskriftum tíunda hluta kjósenda. Fimmtán prósent kosningabærra manna eru ríflega 35 þúsund einstaklingar. Reynslan hérlendis sýnir að raunhæft er að safna slíkum fjölda undirskrifta á tiltölulega skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að rúmlega 56 þúsund undirskriftir bárust forseta Íslands vegna Icesave I og rúmlega 40 þúsund vegna Icesave III. Til þess að hnekkja lögum eða ályktunum þarf meiri hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis. Fjórðungur kosningabærra manna eru tæplega 60 þúsund einstaklingar. Á lýðveldistímanum hafa tvisvar sinnum farið fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. um gildi laga um ríkisábyrgð á svonefndum Icesave-samningum. Í fyrri atkvæðagreiðslunni synjuðu tæplega 135 þúsund kjósendur, um 60% kosningabærra manna, lögunum samþykkis. Í þeirri síðari rúmlega 100 þúsund eða liðlega 45% þeirra sem voru á kjörskrá. Þó að einhverjum kunni að þykja 25% þröskuldurinn hár er ljóst að hann er fjarri því óyfirstíganlegur þegar um umdeild mál er að tefla.Fest í sessi Tillögur stjórnarskrárnefndar eru vissulega málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ef þær verða að stjórnskipunarlögum hafa náðst fram mikilsverðar lýðræðisumbætur sem fela í sér mikilsverð réttindi fyrir kjósendur sem ekki eru fyrir hendi í núverandi stjórnskipan. Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgaranna aukast. Forseti Íslands hefur að mínum dómi tjáð sig skynsamlega um þá stöðu sem uppi er í málinu og minnt á gildi áfangasigra og málamiðlana og bent á að ráð sé að einblína núna á þá réttarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægum málum. Þá hefur forsetinn bent á að hóflegar breytingar á stjórnarskránni núna útiloka ekki róttækari skref síðar. Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hversu langt skuli ganga við breytingar á stjórnarskrá er ljóst að raunverulegt tækifæri er fyrir hendi nú til að ná fram veigamiklum breytingum á stjórnarskránni. Tækifæri sem óvíst er hvenær kemur aftur. Það væru mikil vonbrigði ef Alþingi léti þetta tækifæri úr greipum renna þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra flokka sem sæti eigi á Alþingi og vilja meirihluta kjósenda, ef mið er tekið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs haustið 2012.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun