Grundvallarmunur Logi Einarsson skrifar 12. september 2016 10:00 Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun