Grundvallarmunur Logi Einarsson skrifar 12. september 2016 10:00 Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun