Hvað á barnið að heita? Tryggvi Gíslason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. Með nýjum lögum er ætlunin að lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu segir að rétt sé talið að felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögð áhersla á, að með því sé fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna gefið frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd yrði lögð niður – enda óþörf, eins og segir í greinargerðinni. Nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi, en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi skilyrði þessarar ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu.Endurskoðun laga eðlileg Ekki er óeðlilegt að lög um mannanöfn séu endurskoðuð vegna breyttra viðhorfa og breyttra aðstæðna í samfélaginu. Í greinargerð innanríkisráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi umræða um mannanafnalöggjöfina verið áberandi í samfélaginu, meðal annars í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar. Hefur því sjónarmiði því „vaxið ásmegin“, eins og stendur í greinargerðinni, að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2013 hafi verið byggt á því að réttur manns til nafns félli undir vernd 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Því til stuðnings vísaði héraðsdómur til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sé efnislega samhljóða 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Af því leiðir að réttur til nafns verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,“ eins og segir orðrétt í greinargerð innanríkisráðuneytisins.Íslensk nafngiftarhefð Endurskoðun laga er eðlileg við breyttar aðstæður og réttur einstaklinga er afar mikilsverður. En til eru fyrirbæri sem heita hefð, venjur, menning og málrækt. Því ber í „nýjum lögum um þjóðskrá og almannaskráningu“ að takmarka rétt til nafns með sérstöku ákvæði til þess að koma í veg fyrir, að þúsund ára gamlar nafngiftarvenjur Íslendinga njóti réttarverndar sem eru mikilsverður hluti af menningunni. Fela má Þjóðskrá Íslands að gæta gamallar nafngiftarhefðar, enda er unnt að leita álits Árnastofnunar eða Íslensku- og menningarsviðs Háskóla Íslands um vafamál eða ágreiningsmál. Að lokum má benda innanríkisráðuneytinu á norsku nafnalögin frá 2006, Lov om personnavn, navneloven. Lögin eru vel skrifuð, sett fram á einfaldan hátt og skynsamlega haldið á málum. Réttindi einstaklinga – ekki síst barna – eru virt, en um leið er tekið tillit til hefðar og venju í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Tryggvi Gíslason Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. Með nýjum lögum er ætlunin að lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu segir að rétt sé talið að felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögð áhersla á, að með því sé fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna gefið frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd yrði lögð niður – enda óþörf, eins og segir í greinargerðinni. Nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi, en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi skilyrði þessarar ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu.Endurskoðun laga eðlileg Ekki er óeðlilegt að lög um mannanöfn séu endurskoðuð vegna breyttra viðhorfa og breyttra aðstæðna í samfélaginu. Í greinargerð innanríkisráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi umræða um mannanafnalöggjöfina verið áberandi í samfélaginu, meðal annars í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar. Hefur því sjónarmiði því „vaxið ásmegin“, eins og stendur í greinargerðinni, að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2013 hafi verið byggt á því að réttur manns til nafns félli undir vernd 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Því til stuðnings vísaði héraðsdómur til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sé efnislega samhljóða 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Af því leiðir að réttur til nafns verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,“ eins og segir orðrétt í greinargerð innanríkisráðuneytisins.Íslensk nafngiftarhefð Endurskoðun laga er eðlileg við breyttar aðstæður og réttur einstaklinga er afar mikilsverður. En til eru fyrirbæri sem heita hefð, venjur, menning og málrækt. Því ber í „nýjum lögum um þjóðskrá og almannaskráningu“ að takmarka rétt til nafns með sérstöku ákvæði til þess að koma í veg fyrir, að þúsund ára gamlar nafngiftarvenjur Íslendinga njóti réttarverndar sem eru mikilsverður hluti af menningunni. Fela má Þjóðskrá Íslands að gæta gamallar nafngiftarhefðar, enda er unnt að leita álits Árnastofnunar eða Íslensku- og menningarsviðs Háskóla Íslands um vafamál eða ágreiningsmál. Að lokum má benda innanríkisráðuneytinu á norsku nafnalögin frá 2006, Lov om personnavn, navneloven. Lögin eru vel skrifuð, sett fram á einfaldan hátt og skynsamlega haldið á málum. Réttindi einstaklinga – ekki síst barna – eru virt, en um leið er tekið tillit til hefðar og venju í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun