Heldur þann næstbesta Ingunn Svala Leifsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun