Skoðun

Skapandi æska og Andri Snær

Hrund Ólafsdóttir skrifar
Þegar unnið er með börnum og ungmennum að skapandi verkefnum kemur fljótt í ljós að áræðni þeirra og krafti eru engin takmörk sett. Þegar börn eru hvött áfram og þeim kenndar aðferðir við að tjá sig, prófa sig áfram, vinna í hóp, læra af mistökum, búa til list og hanna tækni og hluti, þá gerist undur. Skapandi orkan smitast til allra sem verða vitni að því hvernig hugmynd fæðir af sér listaverk, hönnun eða tækni.

-Við vitum að það er þarna sem framtíðin fæðist.

Þetta skilur Andri Snær Magnason og vinnur samkvæmt því. Hann lætur sér ekki nægja að skrifa bækur sem hafa verið þýddar á tugi tungumála heldur fer um landið og heiminn til þess að tala við börn og ungt fólk og hlusta á þau. Hann veit nefnilega að framtíð okkar byggist á því að gefa ungu fólki rödd. Hún byggist á því að kenna, upplýsa og leiðbeina ungmennum svo að þau geti sjálf skapað.

Andri Snær talar við þjóðina alla á þennan sama hátt en hann gerir líka nokkuð sem er enn mikilvægara: Hann hlustar á fólk og ræðir við það um hvernig framtíð þjóðin vill. Hann sjálfur er svo einna færastur okkar til þess að koma hugmyndum á framfæri.

-Þannig forseta þarf örþjóðin í landinu fagra.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×