Að lokinni jarðhitaráðstefnu Bjarni Bjarnason skrifar 4. maí 2016 07:00 Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun