Að lokinni jarðhitaráðstefnu Bjarni Bjarnason skrifar 4. maí 2016 07:00 Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar