Nánast ekkert Þórunn Egilsdóttir skrifar 30. mars 2016 00:00 Ísland er í einstakri stöðu. Atvinnuþátttaka hefur sjaldan verið jafn mikil og nú. Í raun hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2008 og getur jafnvel farið niður í eitt til tvö prósent í sumar þegar störfum innan ferðaþjónustunnar fjölgar. Í heildina hafa skapast um 15.000 ný störf á Íslandi frá árinu 2013. Þar hafa störf innan ferðaþjónustunnar sitt að segja en innan hennar hafa á síðustu fimm árum, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, orðið til 7.500 ný störf. Fram kemur í Félagsvísum 2015 að samhliða fjölgun starfa fækkar þeim sem atvinnulausir eru. Árið 2014 voru atvinnuleitendur 9.300 á móti 13.700 árið 2010 þegar afleiðingar efnahagshrunsins fóru að skila sér af fullum þunga. Til marks um að við höfum rétt úr kútnum má benda á að langtímaatvinnuleysi minnkar ört. Milli áranna 2013 og 2014 fækkaði körlum sem höfðu leitað vinnu í tólf mánuði eða lengur um helming eða úr 1,2 prósentum í 0,6 prósent. Hlutfall kvenna lækkaði úr 1,0 prósenti í 0,7 prósent. Atvinnutækifærum fjölgar og fjölbreytni starfa eykst. Vöntun á störfum eru ekki okkar helstu áhyggjur í dag heldur miklu fremur þær að fólk vanti til að sinna þeim. Í raun er staðan þannig að flestum, sem vilja og getu hafa, stendur starf til boða. Stöðugleikinn sem náðst hefur skapar störf. En tölurnar hér að ofan eru hvorki sjálfsagðar né sjálfsprottnar. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að efla þrótt samfélagsins og skapa skilyrði til verðmætasköpunar, til að mynda með lækkun skatta og tryggingargjalds og auknum stuðningi við nýsköpun. Með jafnvægi í ríkisfjármálum, ábyrgri áætlun um losun hafta og ábyrgri hagstjórn hefur myndast aukinn stöðugleiki á Íslandi. Sá stöðugleiki skapar skilyrði fyrir fyrirtækin til aukinna fjárfestinga sem aftur skapa svo fleiri störf. Grunnforsenda velferðarsamfélags er atvinna. Við viljum að fólk geti valið sér fjölbreyttar leiðir í lífinu og hafi kost á að sinna þeim störfum sem það helst kýs. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni séu meðvituð um nauðsyn þess að styðja við fjölbreytt og vaxandi atvinnulíf. Nú gengur vel og því mikilvægt að halda einbeitingunni. Stefnan er sú að sækja ávallt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Ísland er í einstakri stöðu. Atvinnuþátttaka hefur sjaldan verið jafn mikil og nú. Í raun hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2008 og getur jafnvel farið niður í eitt til tvö prósent í sumar þegar störfum innan ferðaþjónustunnar fjölgar. Í heildina hafa skapast um 15.000 ný störf á Íslandi frá árinu 2013. Þar hafa störf innan ferðaþjónustunnar sitt að segja en innan hennar hafa á síðustu fimm árum, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, orðið til 7.500 ný störf. Fram kemur í Félagsvísum 2015 að samhliða fjölgun starfa fækkar þeim sem atvinnulausir eru. Árið 2014 voru atvinnuleitendur 9.300 á móti 13.700 árið 2010 þegar afleiðingar efnahagshrunsins fóru að skila sér af fullum þunga. Til marks um að við höfum rétt úr kútnum má benda á að langtímaatvinnuleysi minnkar ört. Milli áranna 2013 og 2014 fækkaði körlum sem höfðu leitað vinnu í tólf mánuði eða lengur um helming eða úr 1,2 prósentum í 0,6 prósent. Hlutfall kvenna lækkaði úr 1,0 prósenti í 0,7 prósent. Atvinnutækifærum fjölgar og fjölbreytni starfa eykst. Vöntun á störfum eru ekki okkar helstu áhyggjur í dag heldur miklu fremur þær að fólk vanti til að sinna þeim. Í raun er staðan þannig að flestum, sem vilja og getu hafa, stendur starf til boða. Stöðugleikinn sem náðst hefur skapar störf. En tölurnar hér að ofan eru hvorki sjálfsagðar né sjálfsprottnar. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að efla þrótt samfélagsins og skapa skilyrði til verðmætasköpunar, til að mynda með lækkun skatta og tryggingargjalds og auknum stuðningi við nýsköpun. Með jafnvægi í ríkisfjármálum, ábyrgri áætlun um losun hafta og ábyrgri hagstjórn hefur myndast aukinn stöðugleiki á Íslandi. Sá stöðugleiki skapar skilyrði fyrir fyrirtækin til aukinna fjárfestinga sem aftur skapa svo fleiri störf. Grunnforsenda velferðarsamfélags er atvinna. Við viljum að fólk geti valið sér fjölbreyttar leiðir í lífinu og hafi kost á að sinna þeim störfum sem það helst kýs. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni séu meðvituð um nauðsyn þess að styðja við fjölbreytt og vaxandi atvinnulíf. Nú gengur vel og því mikilvægt að halda einbeitingunni. Stefnan er sú að sækja ávallt fram.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun