Hjálpumst að! Sema Erla Serdar skrifar 31. mars 2016 07:00 Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun