Samningarnir fara fyrir Alþingi, segir ráðherra Valgerður Bjarnadóttir skrifar 3. mars 2016 00:00 Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun