Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 29. október 2025 12:16 Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun