Enn sótt að rammaáætlun Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun