Enn sótt að rammaáætlun Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun