Ef nýja stjórnarskráin… Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júlí 2015 07:00 Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun