Avni Pepa: Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2015 07:45 Avni Pepa var gerður að fyrirliða Eyjaliðsins en hann hefur verið besti leikmaður ÍBV. Vísir/Andri Marinó ÍBV vann sinn annan sigur í Pepsi-deild karla í fótbolta á sunnudaginn þegar liðið lagði sjóðheita Blika, 2-0, í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn urðu með því fyrsta liðið til að vinna Blika. Það sem meira er, þetta var í fyrsta skipti í sumar sem Breiðablik skorar ekki í deildarleik. Stór ástæða þess var Avni Pepa, miðvörður Eyjamanna. Hann átti frábæran dag í vörninni og er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Við spiluðum skynsamlega í þessum leik í mjög miklu roki. Hálfleikirnir voru eins og svart og hvítt og það vissum við. Við vissum að við þyrftum að spila betur í seinni hálfleik og það náðum við að gera,“ segir Avni Pepa í viðtali við Fréttablaðið.Komust í gegnum Tryggva Daginn fyrir leikinn mætti Tryggvi Guðmundsson, sitjandi aðalþjálfari ÍBV, fullur á æfingu og var rekinn fyrir vikið. Avni segir það ekki hafa verið mikið mál fyrir leikmannahópinn að ná fókus fyrir leikinn daginn eftir. „Við erum atvinnumenn þannig að við einbeitum okkur bara að því sem við getum gert. Við héldum einbeitingu í leiknum. Við vildum standa okkur vel og spila sem lið og það gerðum við. Strákarnir voru tilbúnir í leikinn,“ segir Avni. Eyjamenn náðu í gott stig á útivelli gegn Val áður en þeir unnu svo Breiðablik, en þetta eru tvö af heitustu liðum deildarinnar. „Ég sé bætingu á liðinu. Við spiluðum líka vel á móti Þrótti í bikarnum og erum á réttri leið. Það voru leikir áður þar sem við spiluðum ágætlega en töpuðum en vonandi fer það að breytast. Við erum að spila sem lið núna og þegar menn vinna leiki kemur sjálfstraustið sem er svo mikilvægt,“ segir hann.Vonast eftir viðurkenningu Avni Pepa er Kósóvó-Albani en fæddur og uppalinn í Noregi. Foreldrar hans, sem eru bæði frá Kósóvó, fluttust til Noregs áður en hann fæddist. Hann er landsliðsmaður Kósóvó, en þjóðin vonast til að fá viðurkenningu FIFA og taka þátt í undankeppni HM 2018. „Okkur hefur verið sagt að við verðum teknir inn og viðurkenndir sem knattspyrnuþjóð. Það er ekki 100 prósent en við því er búist og þess vegna höfum við verið að spila vináttuleiki. Við viljum vera með eins gott landslið og hægt er þegar kemur að stóru stundinni,“ segir Avni. Kósóvó spilaði fjóra landsleiki á síðasta ári. Það byrjaði á jafntefli gegn Haítí og tapaði svo fyrir Tyrklandi og Senegal áður en liðið vann Óman. Avni er fastamaður í liðinu. „Það eru margir þarna eins og ég sem hafa aldrei búið í Kósóvó. Sumir eru fæddir í Sviss og Þýskalandi og spila með góðum liðum í þýsku 1. deildinni. Mér sjálfum líður meira sem Albana en Norðmanni þó ég elski líka Noreg. Kósóvó þarf bara meira á mér að halda,“ segir Avni.Hitti Jóhannes hjá Start Avni, sem er 26 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn hjá Start í Noregi árið 2007. Þar hitti hann Jóhannes Harðarson, núverandi þjálfara ÍBV fyrst. Hann var síðar á mála hjá Sandnes Ulf þar sem hann varð góður vinur Skotans Stevens Lennons sem spilar með FH. „Hann sagði mér að Ísland væri gott land og ef maður spilar vel gæti maður komist aftur út og til stærra liðs,“ segir Avni, en hvernig er að vera í Vestmannaeyjum? „Ég er ekki vanur svona litlum bæjum en ég er bara ánægður því ég er að spila fótbolta. Ég þekkti Jóa auðvitað og ÍBV er með spennandi verkefni í gangi sem ég vil vera hluti af. Það leiðir vonandi af sér að ég komist til stærra liðs.“Úrslitum hagrætt Áður en Avni kom til Íslands spilaði hann í nokkrar vikur með liði í Albaníu. Þar voru skuggalegir hlutir í gangi og því ákvað hann að róa á önnur mið. „Ég var í slæmri stöðu hjá síðasta liði þar sem ég spilaði þannig að ég rifti samningnum við liðið. Í Albaníu eru menn að gera hluti sem aðrir eru ekki vanir,“ segir Avni, en þar eru úrslitin nokkuð oft ákveðin fyrir fram. „Það voru bæði vandræði með peningagreiðslur og svo eru liðin mikið í því að gefa leikina og hagræða úrslitum. Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands,“ segir Avni Pepa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
ÍBV vann sinn annan sigur í Pepsi-deild karla í fótbolta á sunnudaginn þegar liðið lagði sjóðheita Blika, 2-0, í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn urðu með því fyrsta liðið til að vinna Blika. Það sem meira er, þetta var í fyrsta skipti í sumar sem Breiðablik skorar ekki í deildarleik. Stór ástæða þess var Avni Pepa, miðvörður Eyjamanna. Hann átti frábæran dag í vörninni og er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Við spiluðum skynsamlega í þessum leik í mjög miklu roki. Hálfleikirnir voru eins og svart og hvítt og það vissum við. Við vissum að við þyrftum að spila betur í seinni hálfleik og það náðum við að gera,“ segir Avni Pepa í viðtali við Fréttablaðið.Komust í gegnum Tryggva Daginn fyrir leikinn mætti Tryggvi Guðmundsson, sitjandi aðalþjálfari ÍBV, fullur á æfingu og var rekinn fyrir vikið. Avni segir það ekki hafa verið mikið mál fyrir leikmannahópinn að ná fókus fyrir leikinn daginn eftir. „Við erum atvinnumenn þannig að við einbeitum okkur bara að því sem við getum gert. Við héldum einbeitingu í leiknum. Við vildum standa okkur vel og spila sem lið og það gerðum við. Strákarnir voru tilbúnir í leikinn,“ segir Avni. Eyjamenn náðu í gott stig á útivelli gegn Val áður en þeir unnu svo Breiðablik, en þetta eru tvö af heitustu liðum deildarinnar. „Ég sé bætingu á liðinu. Við spiluðum líka vel á móti Þrótti í bikarnum og erum á réttri leið. Það voru leikir áður þar sem við spiluðum ágætlega en töpuðum en vonandi fer það að breytast. Við erum að spila sem lið núna og þegar menn vinna leiki kemur sjálfstraustið sem er svo mikilvægt,“ segir hann.Vonast eftir viðurkenningu Avni Pepa er Kósóvó-Albani en fæddur og uppalinn í Noregi. Foreldrar hans, sem eru bæði frá Kósóvó, fluttust til Noregs áður en hann fæddist. Hann er landsliðsmaður Kósóvó, en þjóðin vonast til að fá viðurkenningu FIFA og taka þátt í undankeppni HM 2018. „Okkur hefur verið sagt að við verðum teknir inn og viðurkenndir sem knattspyrnuþjóð. Það er ekki 100 prósent en við því er búist og þess vegna höfum við verið að spila vináttuleiki. Við viljum vera með eins gott landslið og hægt er þegar kemur að stóru stundinni,“ segir Avni. Kósóvó spilaði fjóra landsleiki á síðasta ári. Það byrjaði á jafntefli gegn Haítí og tapaði svo fyrir Tyrklandi og Senegal áður en liðið vann Óman. Avni er fastamaður í liðinu. „Það eru margir þarna eins og ég sem hafa aldrei búið í Kósóvó. Sumir eru fæddir í Sviss og Þýskalandi og spila með góðum liðum í þýsku 1. deildinni. Mér sjálfum líður meira sem Albana en Norðmanni þó ég elski líka Noreg. Kósóvó þarf bara meira á mér að halda,“ segir Avni.Hitti Jóhannes hjá Start Avni, sem er 26 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn hjá Start í Noregi árið 2007. Þar hitti hann Jóhannes Harðarson, núverandi þjálfara ÍBV fyrst. Hann var síðar á mála hjá Sandnes Ulf þar sem hann varð góður vinur Skotans Stevens Lennons sem spilar með FH. „Hann sagði mér að Ísland væri gott land og ef maður spilar vel gæti maður komist aftur út og til stærra liðs,“ segir Avni, en hvernig er að vera í Vestmannaeyjum? „Ég er ekki vanur svona litlum bæjum en ég er bara ánægður því ég er að spila fótbolta. Ég þekkti Jóa auðvitað og ÍBV er með spennandi verkefni í gangi sem ég vil vera hluti af. Það leiðir vonandi af sér að ég komist til stærra liðs.“Úrslitum hagrætt Áður en Avni kom til Íslands spilaði hann í nokkrar vikur með liði í Albaníu. Þar voru skuggalegir hlutir í gangi og því ákvað hann að róa á önnur mið. „Ég var í slæmri stöðu hjá síðasta liði þar sem ég spilaði þannig að ég rifti samningnum við liðið. Í Albaníu eru menn að gera hluti sem aðrir eru ekki vanir,“ segir Avni, en þar eru úrslitin nokkuð oft ákveðin fyrir fram. „Það voru bæði vandræði með peningagreiðslur og svo eru liðin mikið í því að gefa leikina og hagræða úrslitum. Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands,“ segir Avni Pepa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn