Er hægt að laga þingið? Árni Páll Árnason skrifar 19. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar