Er hægt að laga þingið? Árni Páll Árnason skrifar 19. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun