Engar viðræður í gangi um þinglok Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. maí 2015 07:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ekki borið sig eftir samningum um þinglok. vísir/valli Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira