Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:03 Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn á fundi forsvarsfólks samtakanna og ríkistjórnarinnar í Stykkishólmi í morgun. Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll. Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll.
Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira