Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. ágúst 2025 20:54 Stefnan er sett á að styðja Kraft um tíu milljónir króna. Sýn Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is. Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is.
Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira