„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 20:55 Kristmann Már Ísleifsson býr við framkvæmdasvæðið. Vísir/Bjarni Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira