Lífhagkerfið, leið til sjálfbærni Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar