Hver græðir eiginlega á þessu? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun