Af samvisku presta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun