Af samvisku presta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun