Á makrílnum skuluð þið þekkja þá Atli Hermannsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar