Skoðun

Kær­leikurinn pikkaði í mig

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Ég brá mér í Mjódd en það gerist svona einu sinna á ári, ég hafði með prjónaföt til að gefa Rauðakrossbúðinni í leiðinni, er ég hraðaði mér fyrir hornið á Nettó mælti til mín ung brosmild kona „ég er að selja penna til styrktar heimilislausum karlmönnum.“

Það kom á mig smá fát, þetta kippti mér harkalega til baka til þess tíma er sonur minn var á götunni í mörg ár, ég sagði henni að ég talaði við hana á eftir. Ég hélt ferð minni áfram í Rauðakrossbúðinni og reyndi að jafna mig og koma ró á hugann.

Sonur minn tók sig á fyrir 17 mánuðum eftir áratugalanga neyslu og var lengst af heimilislaus á götum borgarinnar, hann er að standa sig mjög vel og ég þakka fyrir á hverjum degi að hafa endurheimt hann og að hann sé í öruggu húsnæði.

Ég skrifaði nokkrar greinar hér á vísi og tók þátt í allskonar starfi í þágu heimilislausra og fíknisjúkra, en síðan hann tók sig á hef ég mikið dregið mig út úr þessu öllu en styrkti enn góð málefni þessu tengt.

Ég sagði við hann á Facebook í gær " já það vantar miklu meira af ást og virðingu í heiminn því miður" í umræðunni um Gasa.

Svo pikkar Kærleikurinn í öxlina á manni í Mjóddinni sama dag, sem betur fer er fullt af fólki sem vill hjálpa þeim sem þurfa.

Ég snéri aftur til hennar og keypti af henni penna og þáði bækling með kynningu um kærleikssamtökin, ég las bæklinginn og fór á heimasíðna þeirra og lýst vel á það sem þau eru að gera fyrir fíknisjúka og fólk í bata.

Takk fyrir að sýna þessu málefni kjærleik ekki er vanþörf á.

https://www.kaerleikssamtokin.is/is

Höfundur vill meiri ást og virðingu í heiminn




Skoðun

Sjá meira


×