Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar 17. maí 2025 12:01 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er einn stærsti staki sjónvarpsviðburður heims. Áhorfendur eru fleiri en hundrað og fimmtíu milljónir. Keppnin hafði eitt sinn orð á sér fyrir að hampa gildum eins og friði, og réttindum og sýnileika hinsegin fólks, auk almennrar gleði og glimmers. Í dag er keppnin hins vegar táknmynd fyrir samstöðu Vesturlanda með landránsnýlenduveldi Ísraels og orðspor hennar er ónýtt. Þess vegna hafa margir kallað eftir því að Ísrael verði útilokað frá keppninni, og að öðrum kosti ættu aðrir keppendur og áhorfendur að sniðganga keppnina. Ríkisútvarpið hefur látið alla gagnrýni á keppnina sem vind um eyru þjóta. Það auglýsir keppnina á öllum rásum og á samfélagsmiðlum og það hefur nú tekið upp sniðgöngu á gagnrýnendum keppninnar. Facebook-reikningur RÚV „blokkaði“ mig – líklega vegna þess að ég hafði sett inn athugasemd til að minna á virkni keppninnar fyrir Ísrael. Eftir að ég vakti athygli á þessu á Facebook hefur RÚV afblokkað, en ljóst er að einhver þar innan dyra hefur trú á að sniðganga fólk sem sýnir andstöðu við keppnina. Að drekkja gagnrýni í söng og skemmtiatriðum Listþvætti er orð sem notað er um það þegar list- og menningarviðburðir eru notaðir til að beina sjónum frá eða hylja yfir siðlausar athafnir ríkja (eða fyrirtækja) og til að bæta ímynd þeirra. Þannig tengja ríki sig við jákvæða og skemmtilega hluti á sviði meðan þeir fremja mannréttindabrot í kjallaranum. Þau drekkja gagnrýninni í söng, skemmtun og fagnaðarlátum. RÚV tekur nú fullan þátt í þessu, bæði með því að sýna beint frá keppninni og með því að birta sífellt fleiri jákvæðar og skemmtilegar klippur úr söngvakeppninni og með íslensku keppendunum á Facebook-síðu sinni. Stöku sinnum setur þó einhver athugasemd inn við slík innlegg til að minna á hlutverk Eurovision sem listþvættis og þá bregst RÚV við með því að útiloka gagnrýnendur, með sniðgöngu. Ekki messa nema þú sért prestur Til er sú kenning að það sé ekki vænlegt að reyna að hafa áhrif á hug, hjörtu og athafnir fólks með því að segja því til syndanna. Þannig sé ekki sniðugt að segja fólki að taka ekki þátt í listþvætti eða að neita sér um að horfa á listþvætti vegna þess að þá sé fólk að taka sér stöðu með þjóðmorðingjum. Samkvæmt þessu eigum við aldrei að neita okkur um neitt til að sýna samstöðu með kúguðu fólki eða börnum sem verið er að drepa. Samkvæmt þessu ber okkur engin skylda til að gera það sem við getum til að stöðva þjóðarmorð eða gera það sem kúgað fólk biður okkur um til að styðja baráttu þess fyrir lífi sínu og frelsi. Þetta er oft réttlætt með því að það sem við gerum skipti á endanum engu máli. Þú stöðvar ekki þjóðarmorð með því að horfa ekki á sjónvarpið eitt kvöld, segir þessi rödd. En hún lítur fram hjá því að það sem gerum hafi áhrif á annað fólk; við hvetjum aðra til samstöðu með okkar eigin samstöðu. Ef við erum mörg þá höfum við áhrif. Ef sameiginlegur þrýstingur okkar og almennings annarra landa verður til þess að Ísrael verði útilokað frá Eurovision þá hefði það áhrif. Gleðin og söngurinn dugar ekki til Sumir telja að söngurinn sameini fólk og þess vegna sé um að gera að syngja og hlusta á söng í hvaða samhengi sem er. En um hvað viljum við sameinast? Ísrael vill að við sameinumst um að eyða Palestínufólki. Annar möguleiki er að sameinast um samstöðu með Palestínufólki sem hefur lengi kallað eftir samstöðu heimsins í baráttu sinni fyrir frelsi, sjálfsákvörðunarrétti og mannréttindum. Eitt af því sem það kallar eftir er að sniðganga Ísrael og útiloka ríkið frá menningarviðburðum, íþróttakeppnum og menntasamstarfi, þar á meðal því að Ísrael verði vísað úr Eurovision. Og að við, og öll önnur lönd, sniðgangi keppnina þangað til það verði gert. Það virðist nefnilega ekki duga að koma þeim skilaboðum áleiðis eftir „réttum boðleiðum“. Of mörg stór ríki í Evrópu styðja Ísrael að fullu í tortímingarherferð sinni gegn Palestínu. Ríkisútvarpið útilokar gagnrýnisraddir á sínum Facebook-reikningi. Það sýnir með því að það trúir á mátt sniðgöngunnar. Ég hvet sem flest til að sameinast um sniðgöngu og horfa ekki á keppnina og láta RÚV vita á Facebook-reikningi sínum hvers vegna. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision 2025 Ingólfur Gíslason Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er einn stærsti staki sjónvarpsviðburður heims. Áhorfendur eru fleiri en hundrað og fimmtíu milljónir. Keppnin hafði eitt sinn orð á sér fyrir að hampa gildum eins og friði, og réttindum og sýnileika hinsegin fólks, auk almennrar gleði og glimmers. Í dag er keppnin hins vegar táknmynd fyrir samstöðu Vesturlanda með landránsnýlenduveldi Ísraels og orðspor hennar er ónýtt. Þess vegna hafa margir kallað eftir því að Ísrael verði útilokað frá keppninni, og að öðrum kosti ættu aðrir keppendur og áhorfendur að sniðganga keppnina. Ríkisútvarpið hefur látið alla gagnrýni á keppnina sem vind um eyru þjóta. Það auglýsir keppnina á öllum rásum og á samfélagsmiðlum og það hefur nú tekið upp sniðgöngu á gagnrýnendum keppninnar. Facebook-reikningur RÚV „blokkaði“ mig – líklega vegna þess að ég hafði sett inn athugasemd til að minna á virkni keppninnar fyrir Ísrael. Eftir að ég vakti athygli á þessu á Facebook hefur RÚV afblokkað, en ljóst er að einhver þar innan dyra hefur trú á að sniðganga fólk sem sýnir andstöðu við keppnina. Að drekkja gagnrýni í söng og skemmtiatriðum Listþvætti er orð sem notað er um það þegar list- og menningarviðburðir eru notaðir til að beina sjónum frá eða hylja yfir siðlausar athafnir ríkja (eða fyrirtækja) og til að bæta ímynd þeirra. Þannig tengja ríki sig við jákvæða og skemmtilega hluti á sviði meðan þeir fremja mannréttindabrot í kjallaranum. Þau drekkja gagnrýninni í söng, skemmtun og fagnaðarlátum. RÚV tekur nú fullan þátt í þessu, bæði með því að sýna beint frá keppninni og með því að birta sífellt fleiri jákvæðar og skemmtilegar klippur úr söngvakeppninni og með íslensku keppendunum á Facebook-síðu sinni. Stöku sinnum setur þó einhver athugasemd inn við slík innlegg til að minna á hlutverk Eurovision sem listþvættis og þá bregst RÚV við með því að útiloka gagnrýnendur, með sniðgöngu. Ekki messa nema þú sért prestur Til er sú kenning að það sé ekki vænlegt að reyna að hafa áhrif á hug, hjörtu og athafnir fólks með því að segja því til syndanna. Þannig sé ekki sniðugt að segja fólki að taka ekki þátt í listþvætti eða að neita sér um að horfa á listþvætti vegna þess að þá sé fólk að taka sér stöðu með þjóðmorðingjum. Samkvæmt þessu eigum við aldrei að neita okkur um neitt til að sýna samstöðu með kúguðu fólki eða börnum sem verið er að drepa. Samkvæmt þessu ber okkur engin skylda til að gera það sem við getum til að stöðva þjóðarmorð eða gera það sem kúgað fólk biður okkur um til að styðja baráttu þess fyrir lífi sínu og frelsi. Þetta er oft réttlætt með því að það sem við gerum skipti á endanum engu máli. Þú stöðvar ekki þjóðarmorð með því að horfa ekki á sjónvarpið eitt kvöld, segir þessi rödd. En hún lítur fram hjá því að það sem gerum hafi áhrif á annað fólk; við hvetjum aðra til samstöðu með okkar eigin samstöðu. Ef við erum mörg þá höfum við áhrif. Ef sameiginlegur þrýstingur okkar og almennings annarra landa verður til þess að Ísrael verði útilokað frá Eurovision þá hefði það áhrif. Gleðin og söngurinn dugar ekki til Sumir telja að söngurinn sameini fólk og þess vegna sé um að gera að syngja og hlusta á söng í hvaða samhengi sem er. En um hvað viljum við sameinast? Ísrael vill að við sameinumst um að eyða Palestínufólki. Annar möguleiki er að sameinast um samstöðu með Palestínufólki sem hefur lengi kallað eftir samstöðu heimsins í baráttu sinni fyrir frelsi, sjálfsákvörðunarrétti og mannréttindum. Eitt af því sem það kallar eftir er að sniðganga Ísrael og útiloka ríkið frá menningarviðburðum, íþróttakeppnum og menntasamstarfi, þar á meðal því að Ísrael verði vísað úr Eurovision. Og að við, og öll önnur lönd, sniðgangi keppnina þangað til það verði gert. Það virðist nefnilega ekki duga að koma þeim skilaboðum áleiðis eftir „réttum boðleiðum“. Of mörg stór ríki í Evrópu styðja Ísrael að fullu í tortímingarherferð sinni gegn Palestínu. Ríkisútvarpið útilokar gagnrýnisraddir á sínum Facebook-reikningi. Það sýnir með því að það trúir á mátt sniðgöngunnar. Ég hvet sem flest til að sameinast um sniðgöngu og horfa ekki á keppnina og láta RÚV vita á Facebook-reikningi sínum hvers vegna. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskólans.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar