Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar 15. maí 2025 20:32 Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun