Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2025 12:32 Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Ríkisútvarpið Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun