Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar 17. maí 2025 14:01 Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum. Ónefndur sænskur yfirlæknir var með ráðningu íslensks læknis til umfjöllunar og sendi af því tilefni tölvupóst með titlinum „Dåliga isländska läkare“ (lélegir íslenskir læknar). Þegar pósturinn var opnaður kom framhaldið í ljós, sem var „finns inte“ (eru ekki til). Eftir að hafa kynnst íslenskum læknum um allt land í starfi mínu sem formaður Læknafélags Íslands s.l. 3 ár verð ég að vera sammála þessum sænska félaga mínum. Á þessum tíma hef ég orðið vitni að óþrjótandi baráttuvilja lækna fyrir betra kerfi, betri og öruggari þjónustu við fólkið í landinu og betra aðgengi að þeim sjálfum. Rauði þráðurinn er ávallt að læknar vilja veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag. Læknar vilja líka fá svigrúm til að sinna forvörnum og koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma. Því miður er raunveruleikinn hvað síðastnefnda atriðið varðar töluvert annar og af ýmsum ástæðum fer stór hluti tíma lækna í að slökkva elda, í stað þess að koma í veg fyrir að þeir kvikni til að byrja með. Sjálf ákvað ég um daginn að gera tilraun og panta tíma á minni heilsugæslustöð til að ræða vandamál sem ekki er brátt, en þarf þó að sinna. Þeir möguleikar á tímabókunum á Heilsuveru sem mér buðust voru allir í leghálsskimun eða getnaðarvarnaráðgjöf, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan birtist líka nafn á einum lækni. Það lyftist heldur betur á mér brúnin, en þegar smellt var á nafn læknisins var enginn tími laus hjá honum. Aldrei. Þarna gæti vandamál sem ekki er aðkallandi orðið brátt með tímanum þar sem enginn virðist vera til að sinna því. Nú er ég sjálf læknir og get líklega bjargað mér eftir einhverjum krókaleiðum, en það er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Langlundargeð og þolgæði íslensku þjóðarinnar í þessum aðgengismálum heilbrigðiskerfisins eru með ólíkindum og það að vera seinþreyttur til vandræða nær engan veginn að lýsa úthaldi þjóðarsálarinnar hvað þetta varðar. Það væri stórkostlegt ef almenningur í landinu teldi loksins að nú væri „komið gott“ og tæki höndum saman við okkur lækna og vonandi einnig stjórnvöld í að setja úrbætur á þessu ástandi í algjöran forgang. Við læknar eigum langan óskalista yfir úrbætur sem við teljum lykilatriði að ráðast í og gætu skipt sköpum varðandi framhaldið. Það væri virkilega ánægjulegt ef a.m.k. einhver af þessum úrbótum hlyti snarlega brautargengi í kjölfar Dags lækna og væri það mjög viðeigandi leið til að fagna deginum. Hér á eftir fara nokkur atriði af listanum: 1)Hefja stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma, en einnig í fjölbreyttum úrræðum í öldrunarþjónustu sem miða að því að viðhalda heilsu, virkni og sjálfsbjargargetu, auka lífsgæði og draga úr einangrun og einmanaleika. 2)Leggja áherslu á uppbyggingu nýs og batamiðaðs húsnæðis legudeilda geðþjónustunnar, auk þess að auka aðgengi að þjónustunni almennt, m.a. með því að efla mannauðinn sem í henni starfar. 3)Horfa kerfisbundið til úrræða sem hægt er að beita til að tryggja stöðuga mönnun lækna í öllum héruðum landsins og á sama tíma verja læknana fyrir óhóflegri bindingu og vinnuálagi. 4)Fara strax í löng tímabærar úrbætur á rafrænum lausnum í heilbrigðiskerfinu og nútímavæða þær svo þær styðji við lækna í daglegum störfum þeirra, dragi úr sóun og auki öryggi sjúklinga. 5)Tryggja að ákvarðanir sem teknar eru á pólitíska sviðinu styðji við heilsu þjóðarinnar og að hagsmunir heildarinnar séu teknir fram yfir sérhagsmuni. 6)Veita fræðslu, heilsulæsi og forvörnum mun veglegri sess í samfélaginu. 7)Kortleggja allar sérgreinar lækna og þörf á mönnun í þeim til framtíðar til að koma í veg fyrir að skortur skapist innan ákveðinna sérgreina. 8)Draga úr því álagi sem þungt og flókið skrifræði hérlendis veldur læknum, m.a. til að meiri tími skapist til raunverulegra læknisstarfa. 9)Hífa vísindastarf í heilbrigðisgreinum hérlendis aftur upp í þær hæðir sem það var í fyrir hrun, en þá var það á heimsmælikvarða. Hver króna sem sett er í vísindi skilar sér margfalt til baka. 10)Tryggja að við séum ekki eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar kemur að skimun fyrir krabbameinum, ekki hvað síst krabbameinum í ristli og endaþarmi. Listinn gæti verið miklu lengri, enda þekkja læknar kerfið inn og út og vita nákvæmlega hvar skórinn kreppir. Ég vil hvetja stjórnvöld til að nýta sér þessa þekkingu á komandi misserum og efla samstarf og samráð við lækna og annað fagfólk þjóðinni til heilla. Svíarnir vita hvaða mannauður býr í íslenskum læknum. Vonandi gera íslensk stjórnvöld sér grein fyrir því líka. Innilega til hamingju með daginn kæru læknar – baráttan lifir! Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum. Ónefndur sænskur yfirlæknir var með ráðningu íslensks læknis til umfjöllunar og sendi af því tilefni tölvupóst með titlinum „Dåliga isländska läkare“ (lélegir íslenskir læknar). Þegar pósturinn var opnaður kom framhaldið í ljós, sem var „finns inte“ (eru ekki til). Eftir að hafa kynnst íslenskum læknum um allt land í starfi mínu sem formaður Læknafélags Íslands s.l. 3 ár verð ég að vera sammála þessum sænska félaga mínum. Á þessum tíma hef ég orðið vitni að óþrjótandi baráttuvilja lækna fyrir betra kerfi, betri og öruggari þjónustu við fólkið í landinu og betra aðgengi að þeim sjálfum. Rauði þráðurinn er ávallt að læknar vilja veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag. Læknar vilja líka fá svigrúm til að sinna forvörnum og koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma. Því miður er raunveruleikinn hvað síðastnefnda atriðið varðar töluvert annar og af ýmsum ástæðum fer stór hluti tíma lækna í að slökkva elda, í stað þess að koma í veg fyrir að þeir kvikni til að byrja með. Sjálf ákvað ég um daginn að gera tilraun og panta tíma á minni heilsugæslustöð til að ræða vandamál sem ekki er brátt, en þarf þó að sinna. Þeir möguleikar á tímabókunum á Heilsuveru sem mér buðust voru allir í leghálsskimun eða getnaðarvarnaráðgjöf, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan birtist líka nafn á einum lækni. Það lyftist heldur betur á mér brúnin, en þegar smellt var á nafn læknisins var enginn tími laus hjá honum. Aldrei. Þarna gæti vandamál sem ekki er aðkallandi orðið brátt með tímanum þar sem enginn virðist vera til að sinna því. Nú er ég sjálf læknir og get líklega bjargað mér eftir einhverjum krókaleiðum, en það er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Langlundargeð og þolgæði íslensku þjóðarinnar í þessum aðgengismálum heilbrigðiskerfisins eru með ólíkindum og það að vera seinþreyttur til vandræða nær engan veginn að lýsa úthaldi þjóðarsálarinnar hvað þetta varðar. Það væri stórkostlegt ef almenningur í landinu teldi loksins að nú væri „komið gott“ og tæki höndum saman við okkur lækna og vonandi einnig stjórnvöld í að setja úrbætur á þessu ástandi í algjöran forgang. Við læknar eigum langan óskalista yfir úrbætur sem við teljum lykilatriði að ráðast í og gætu skipt sköpum varðandi framhaldið. Það væri virkilega ánægjulegt ef a.m.k. einhver af þessum úrbótum hlyti snarlega brautargengi í kjölfar Dags lækna og væri það mjög viðeigandi leið til að fagna deginum. Hér á eftir fara nokkur atriði af listanum: 1)Hefja stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma, en einnig í fjölbreyttum úrræðum í öldrunarþjónustu sem miða að því að viðhalda heilsu, virkni og sjálfsbjargargetu, auka lífsgæði og draga úr einangrun og einmanaleika. 2)Leggja áherslu á uppbyggingu nýs og batamiðaðs húsnæðis legudeilda geðþjónustunnar, auk þess að auka aðgengi að þjónustunni almennt, m.a. með því að efla mannauðinn sem í henni starfar. 3)Horfa kerfisbundið til úrræða sem hægt er að beita til að tryggja stöðuga mönnun lækna í öllum héruðum landsins og á sama tíma verja læknana fyrir óhóflegri bindingu og vinnuálagi. 4)Fara strax í löng tímabærar úrbætur á rafrænum lausnum í heilbrigðiskerfinu og nútímavæða þær svo þær styðji við lækna í daglegum störfum þeirra, dragi úr sóun og auki öryggi sjúklinga. 5)Tryggja að ákvarðanir sem teknar eru á pólitíska sviðinu styðji við heilsu þjóðarinnar og að hagsmunir heildarinnar séu teknir fram yfir sérhagsmuni. 6)Veita fræðslu, heilsulæsi og forvörnum mun veglegri sess í samfélaginu. 7)Kortleggja allar sérgreinar lækna og þörf á mönnun í þeim til framtíðar til að koma í veg fyrir að skortur skapist innan ákveðinna sérgreina. 8)Draga úr því álagi sem þungt og flókið skrifræði hérlendis veldur læknum, m.a. til að meiri tími skapist til raunverulegra læknisstarfa. 9)Hífa vísindastarf í heilbrigðisgreinum hérlendis aftur upp í þær hæðir sem það var í fyrir hrun, en þá var það á heimsmælikvarða. Hver króna sem sett er í vísindi skilar sér margfalt til baka. 10)Tryggja að við séum ekki eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar kemur að skimun fyrir krabbameinum, ekki hvað síst krabbameinum í ristli og endaþarmi. Listinn gæti verið miklu lengri, enda þekkja læknar kerfið inn og út og vita nákvæmlega hvar skórinn kreppir. Ég vil hvetja stjórnvöld til að nýta sér þessa þekkingu á komandi misserum og efla samstarf og samráð við lækna og annað fagfólk þjóðinni til heilla. Svíarnir vita hvaða mannauður býr í íslenskum læknum. Vonandi gera íslensk stjórnvöld sér grein fyrir því líka. Innilega til hamingju með daginn kæru læknar – baráttan lifir! Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun