Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. maí 2025 17:31 Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun