Batnandi lífsskilyrði fyrir alla Ellen Calmon skrifar 13. mars 2015 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun