Tugir mála vegna ærumeiðinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi ummæla sem hafi fallið á netinu. Nordicphotos/getty Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“ Hlíðamálið Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“
Hlíðamálið Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira