Tugir mála vegna ærumeiðinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi ummæla sem hafi fallið á netinu. Nordicphotos/getty Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“ Hlíðamálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“
Hlíðamálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira