Föstudagurinn rangi guðmundur andri thorsson skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar