Eiður Smári: Stundum snýr fólk sér við bara því ég er hávaxinn og ljóshærður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 10:30 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira