Eiður Smári: Stundum snýr fólk sér við bara því ég er hávaxinn og ljóshærður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 10:30 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira