Segir mannréttindi fatlaðra ekki í forgangi hjá stjórnvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Það að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur á Íslandi þýðir að erfiðara er fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Fréttablaðið/Valli Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið. Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið.
Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira