Thomas Christensen: Sé ekki eftir því að hafa komið til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 16:00 Thomas lék fjölda leikja með yngri landsliðum Dana á sínum tíma. vísir/pjetur Danski varnarmaðurinn Thomas Guldborg Christensen tekur á morgun þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Valur mætir KR á Laugardalsvellinum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum stórleik en þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur. Maður er í þessu til að spila þessa stóru leiki,“ sagði Thomas þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í höfuðstöðvum KSÍ í gær. „Sagan og rígurinn milli liðanna skiptir miklu máli. Við viljum gera okkar allra besta fyrir Val og stuðningsmenn félagsins og KR-ingar það sama. Það verður mikil undiralda í leiknum og hart barist sem gerir þetta að enn betri leik. Vonandi verður leikurinn góður og úrslitin hagstæð.“Thomas sækir að Jonathan Glenn, framherja Breiðabliks.vísir/antonValsmenn hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni og stimpluðu sig svo gott sem úr toppbaráttunni þegar þeir töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki á mánudaginn. Thomas vonast til að þetta slæma gengi hvetji Valsara enn frekar til dáða á morgun. „Vonandi hefur það góð áhrif á okkur og við verðum enn ákveðnari í að vinna. Við höfum ekki verið að spila illa en höfum ekki verið að skora mörk. Vonandi koma þau á laugardaginn,“ sagði Thomas sem segir landa sinn, Patrick Pedersen, vera mikilvægan hlekk í liði Vals og vonast til að hann verði með á morgun en Pedersen hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. „Patrick er okkar aðalmarkaskorari og mjög góður leikmaður svo hann er liðinu mikilvægur. En ef hann verður ekki með koma bara aðrir inn í staðinn. Vonandi verður Patrick með en ef ekki þá finnum við aðrar lausnir.“Thomas var valinn í lið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni hjá Fréttablaðinu.vísir/andri marinóThomas kom til Vals í byrjun tímabilsins frá sænska liðinu Hammarby þar sem hann var kominn aftarlega í goggunarröðina. Daninn hefur haft góð áhrif á lið Vals og spilað vel. Hann var m.a. valinn í lið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni af Fréttablaðinu og var í 7. sæti í einkunnagjöf blaðsins eftir fyrri hluta mótsins. Thomas kveðst ánægður með lífið á Íslandi. „Þetta hefur verið mjög gaman. Leikstíllinn og hugsunarhátturinn hér er frábrugðinn því sem ég er vanur. En mér líkar vel hérna og við höfum unnið marga leiki,“ sagði Daninn geðþekki sem sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að koma til Íslands. „Nei, alls ekki. Ég var ekki inni í myndinni hjá Hammarby, sem hafa reyndar ekki verið að vinna leiki síðan ég fór. Þetta var góð breyting fyrir mig. Ég er hjá góðu félagi sem er með góða þjálfara svo ég hef notið dvalarinnar hér.“Samstarf Thomasar og Orra gengur vel.vísir/andri marinóThomas hefur spilað við hlið hins tvítuga Orra Sigurðar Ómarssonar í miðri vörn Vals í sumar en þeir hafa náð vel saman þótt það muni 11 árum á þeim í aldri. Thomas segir gott að spila með Orra og vonast til að geta kennt honum eitthvað. „Ég reyni eins og ég get að leiðbeina og hjálpa honum og vonandi hef ég góð áhrif á hans feril. Orri er mjög þroskaður þrátt fyrir ungan aldur og er mjög hæfileikaríkur. Leikur hans ber þess merki að hann var hjá dönsku félagi,“ sagði Thomas og bætti við: „Það kæmi mér ekki á óvart ef Orri færi í atvinnumennsku og myndi spila með landsliðinu í framtíðinni. Ég vona að hann nái langt. Hann hefur hæfileikana en það eru nokkrir þættir sem hann þarf að laga og vonandi gerir hann það.“ Orri var á sínum tíma á mála hjá danska liðinu AGF og Thomas segir gott að geta talað við félaga sinn í miðri Valsvörninni á dönsku. „Það er kostur, hann skilur málið og við tölum saman á dönsku. Hann er einn af bestu félögum mínum í liðinu,“ sagði Thomas Christensen að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00 Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38 Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00 Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57 Skúli Jón: Það er þeirra höfuðverkur Skúli Jón Friðgeirsson tekur á morgun þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar KR mætir Val á Laugardalsvellinum. 14. ágúst 2015 14:30 Leikir færðir í Pepsi-deildinni og öll 17. umferðin á sama degi Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á 17. umferð Pepsi-deildar karla sem fer fram eftir ellefu daga. 13. ágúst 2015 15:57 Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Thomas Guldborg Christensen tekur á morgun þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Valur mætir KR á Laugardalsvellinum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum stórleik en þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur. Maður er í þessu til að spila þessa stóru leiki,“ sagði Thomas þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í höfuðstöðvum KSÍ í gær. „Sagan og rígurinn milli liðanna skiptir miklu máli. Við viljum gera okkar allra besta fyrir Val og stuðningsmenn félagsins og KR-ingar það sama. Það verður mikil undiralda í leiknum og hart barist sem gerir þetta að enn betri leik. Vonandi verður leikurinn góður og úrslitin hagstæð.“Thomas sækir að Jonathan Glenn, framherja Breiðabliks.vísir/antonValsmenn hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni og stimpluðu sig svo gott sem úr toppbaráttunni þegar þeir töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki á mánudaginn. Thomas vonast til að þetta slæma gengi hvetji Valsara enn frekar til dáða á morgun. „Vonandi hefur það góð áhrif á okkur og við verðum enn ákveðnari í að vinna. Við höfum ekki verið að spila illa en höfum ekki verið að skora mörk. Vonandi koma þau á laugardaginn,“ sagði Thomas sem segir landa sinn, Patrick Pedersen, vera mikilvægan hlekk í liði Vals og vonast til að hann verði með á morgun en Pedersen hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. „Patrick er okkar aðalmarkaskorari og mjög góður leikmaður svo hann er liðinu mikilvægur. En ef hann verður ekki með koma bara aðrir inn í staðinn. Vonandi verður Patrick með en ef ekki þá finnum við aðrar lausnir.“Thomas var valinn í lið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni hjá Fréttablaðinu.vísir/andri marinóThomas kom til Vals í byrjun tímabilsins frá sænska liðinu Hammarby þar sem hann var kominn aftarlega í goggunarröðina. Daninn hefur haft góð áhrif á lið Vals og spilað vel. Hann var m.a. valinn í lið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni af Fréttablaðinu og var í 7. sæti í einkunnagjöf blaðsins eftir fyrri hluta mótsins. Thomas kveðst ánægður með lífið á Íslandi. „Þetta hefur verið mjög gaman. Leikstíllinn og hugsunarhátturinn hér er frábrugðinn því sem ég er vanur. En mér líkar vel hérna og við höfum unnið marga leiki,“ sagði Daninn geðþekki sem sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að koma til Íslands. „Nei, alls ekki. Ég var ekki inni í myndinni hjá Hammarby, sem hafa reyndar ekki verið að vinna leiki síðan ég fór. Þetta var góð breyting fyrir mig. Ég er hjá góðu félagi sem er með góða þjálfara svo ég hef notið dvalarinnar hér.“Samstarf Thomasar og Orra gengur vel.vísir/andri marinóThomas hefur spilað við hlið hins tvítuga Orra Sigurðar Ómarssonar í miðri vörn Vals í sumar en þeir hafa náð vel saman þótt það muni 11 árum á þeim í aldri. Thomas segir gott að spila með Orra og vonast til að geta kennt honum eitthvað. „Ég reyni eins og ég get að leiðbeina og hjálpa honum og vonandi hef ég góð áhrif á hans feril. Orri er mjög þroskaður þrátt fyrir ungan aldur og er mjög hæfileikaríkur. Leikur hans ber þess merki að hann var hjá dönsku félagi,“ sagði Thomas og bætti við: „Það kæmi mér ekki á óvart ef Orri færi í atvinnumennsku og myndi spila með landsliðinu í framtíðinni. Ég vona að hann nái langt. Hann hefur hæfileikana en það eru nokkrir þættir sem hann þarf að laga og vonandi gerir hann það.“ Orri var á sínum tíma á mála hjá danska liðinu AGF og Thomas segir gott að geta talað við félaga sinn í miðri Valsvörninni á dönsku. „Það er kostur, hann skilur málið og við tölum saman á dönsku. Hann er einn af bestu félögum mínum í liðinu,“ sagði Thomas Christensen að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00 Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38 Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00 Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57 Skúli Jón: Það er þeirra höfuðverkur Skúli Jón Friðgeirsson tekur á morgun þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar KR mætir Val á Laugardalsvellinum. 14. ágúst 2015 14:30 Leikir færðir í Pepsi-deildinni og öll 17. umferðin á sama degi Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á 17. umferð Pepsi-deildar karla sem fer fram eftir ellefu daga. 13. ágúst 2015 15:57 Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15
Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00
Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38
Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00
Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57
Skúli Jón: Það er þeirra höfuðverkur Skúli Jón Friðgeirsson tekur á morgun þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar KR mætir Val á Laugardalsvellinum. 14. ágúst 2015 14:30
Leikir færðir í Pepsi-deildinni og öll 17. umferðin á sama degi Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á 17. umferð Pepsi-deildar karla sem fer fram eftir ellefu daga. 13. ágúst 2015 15:57
Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07