Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:30 Davíð Smári Lamude náði einstökum árangri sem þjálfari Vestra sem vann sinn fyrsta stóra titil undir hans stjórn. vísir/Diego Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. „Ég bara þannig þenkjandi að ég kann ekki vel við að tapa og markmiðið verður einhvern veginn alltaf að fara inn í bara að vinna næsta leik. En að taka svo stórt upp í sig núna bara á þessum tímapunkti og segja: „við ætlum að vinna deildina“, það væri kannski ekki gáfulegt að segja það bara einhvern veginn núna. En ég er bara þannig gerður að ég hika ekkert við það. Við ætlum að vinna þessa deild og munum leggja okkar af mörkum til þess og vonandi finn ég áfram fyrir þessum krafti sem ég hef fundið fyrir hingað til og alveg fram að tímabili og við þurfum að leggja gríðarlega hart að okkur til þess að ná þeim árangri.“ Þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina Undir stjórn Davíðs náði lið Vestra sögulegum árangri. Tryggði sig upp í Bestu deildina á sínum tíma og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Eftir að ljóst varð að ekki yrði framhald á samstarfi hans og Vestra settu nokkur félög sig í samband við Davíð Smára og er hann þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina í sinn garð. „Það var vissulega eitt annað lið sem að svona var með mig á radarnum og svona hélt mér frá því taka ákvörðun í einhvern tíma. En ég bara verð alveg hreinskilinn með að ég er mjög ánægður með það hvar ég endaði og er spenntur fyrir framhaldinu.“ Ofboðslegur kraftur Njarðvík hefur verið að taka skref upp á við undanfarin ár, liðið endaði í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar en tókst ekki að koma sér upp í Bestu deildina í gegnum umspil deildarinnar. Það er margt sem heillar Davíð Smára við verkefnið framundan. „Það er kannski auðvitað frábært gengið í fyrra og liðið var vel strúktúrerað og þjálfað og ég er svo sem að taka við bara nokkuð góðu búi og það er bara ofboðslega mikill kraftur þarna, allavega í stjórn félagsins og menn eru gríðarlega ákveðnir í að gera enn þá betur en í fyrra og það er kannski það sem heillaði mest og samhljómur við það sem átti sér stað þegar ég tek við Vestra liðinu á sínum tíma.“ „Það var auðvitað ofboðslega mikill kraftur í stjórn félagsins þá sem skilaði sér auðvitað gríðarlega vel til liðsins og orku til mín og maður fékk mikið traust. Ég svona upplifi að það verði svipað uppi á teningnum í Njarðvík. Þannig að ég, það er klárlega það sem heillar mig og það sem ég nærist á. Að menn séu með ákveðin markmið í huga og ætla að fylgja þeim fast eftir. Það hljómar vel í mín eyru.“ Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta.vísir/Ernir Þú varst náttúrulega búinn að fá smjörþefinn af Bestu deildinni. Er það svekkjandi að þurfa að taka eitt skref niður í Lengjudeildina? „Já og nei. Það er auðvitað svekkjandi að þegar maður búinn að fá að starfa í því skemmtilega umhverfi sem að Besta deildin er en svo er maður líka í þessu fyrir sigra, ekki bara sigra í fótboltaleikjum heldur bara svona litla sigra. Að ná árangri og reyna einhvern veginn að ýta því félagi sem maður vinnur fyrir á hærra gæðastig. Koma einhvern veginn inn og hjálpa til við að að taka næsta skref. Og ekki endilega bara inn á fótboltavellinum, heldur öllu í kringum liðið og allt félagið. Vonandi tekst mér og mínu teymi að tengja félagið betur. Okkur gekk mjög vel að gera það fyrir vestan og ég er mjög stoltur af því að við náðum ofboðslega sterkri einingu. Einhvern veginn engir árekstrar í einu eða neinu og allir voru að stefna í sömu átt. Ég er gríðarlega stoltur af því og ég vona að það bara haldi áfram að vera þannig fyrir vestan og vona að ég geti innleitt það líka hjá Njarðvík.“ UMF Njarðvík Lengjudeild karla Vestri Besta deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Ég bara þannig þenkjandi að ég kann ekki vel við að tapa og markmiðið verður einhvern veginn alltaf að fara inn í bara að vinna næsta leik. En að taka svo stórt upp í sig núna bara á þessum tímapunkti og segja: „við ætlum að vinna deildina“, það væri kannski ekki gáfulegt að segja það bara einhvern veginn núna. En ég er bara þannig gerður að ég hika ekkert við það. Við ætlum að vinna þessa deild og munum leggja okkar af mörkum til þess og vonandi finn ég áfram fyrir þessum krafti sem ég hef fundið fyrir hingað til og alveg fram að tímabili og við þurfum að leggja gríðarlega hart að okkur til þess að ná þeim árangri.“ Þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina Undir stjórn Davíðs náði lið Vestra sögulegum árangri. Tryggði sig upp í Bestu deildina á sínum tíma og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Eftir að ljóst varð að ekki yrði framhald á samstarfi hans og Vestra settu nokkur félög sig í samband við Davíð Smára og er hann þakklátur Njarðvíkingum fyrir þolinmæðina í sinn garð. „Það var vissulega eitt annað lið sem að svona var með mig á radarnum og svona hélt mér frá því taka ákvörðun í einhvern tíma. En ég bara verð alveg hreinskilinn með að ég er mjög ánægður með það hvar ég endaði og er spenntur fyrir framhaldinu.“ Ofboðslegur kraftur Njarðvík hefur verið að taka skref upp á við undanfarin ár, liðið endaði í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar en tókst ekki að koma sér upp í Bestu deildina í gegnum umspil deildarinnar. Það er margt sem heillar Davíð Smára við verkefnið framundan. „Það er kannski auðvitað frábært gengið í fyrra og liðið var vel strúktúrerað og þjálfað og ég er svo sem að taka við bara nokkuð góðu búi og það er bara ofboðslega mikill kraftur þarna, allavega í stjórn félagsins og menn eru gríðarlega ákveðnir í að gera enn þá betur en í fyrra og það er kannski það sem heillaði mest og samhljómur við það sem átti sér stað þegar ég tek við Vestra liðinu á sínum tíma.“ „Það var auðvitað ofboðslega mikill kraftur í stjórn félagsins þá sem skilaði sér auðvitað gríðarlega vel til liðsins og orku til mín og maður fékk mikið traust. Ég svona upplifi að það verði svipað uppi á teningnum í Njarðvík. Þannig að ég, það er klárlega það sem heillar mig og það sem ég nærist á. Að menn séu með ákveðin markmið í huga og ætla að fylgja þeim fast eftir. Það hljómar vel í mín eyru.“ Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta.vísir/Ernir Þú varst náttúrulega búinn að fá smjörþefinn af Bestu deildinni. Er það svekkjandi að þurfa að taka eitt skref niður í Lengjudeildina? „Já og nei. Það er auðvitað svekkjandi að þegar maður búinn að fá að starfa í því skemmtilega umhverfi sem að Besta deildin er en svo er maður líka í þessu fyrir sigra, ekki bara sigra í fótboltaleikjum heldur bara svona litla sigra. Að ná árangri og reyna einhvern veginn að ýta því félagi sem maður vinnur fyrir á hærra gæðastig. Koma einhvern veginn inn og hjálpa til við að að taka næsta skref. Og ekki endilega bara inn á fótboltavellinum, heldur öllu í kringum liðið og allt félagið. Vonandi tekst mér og mínu teymi að tengja félagið betur. Okkur gekk mjög vel að gera það fyrir vestan og ég er mjög stoltur af því að við náðum ofboðslega sterkri einingu. Einhvern veginn engir árekstrar í einu eða neinu og allir voru að stefna í sömu átt. Ég er gríðarlega stoltur af því og ég vona að það bara haldi áfram að vera þannig fyrir vestan og vona að ég geti innleitt það líka hjá Njarðvík.“
UMF Njarðvík Lengjudeild karla Vestri Besta deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira