Sport

Skotar og Danir spila úr­slita­leik um far­seðil á HM

Árni Jóhannsson skrifar
Maks Ebong og Christian Eriksen berjast í Kaupmannahöfn í kvöld.
Maks Ebong og Christian Eriksen berjast í Kaupmannahöfn í kvöld. Vísir / Getty

Síðustu leikjum dagsins í undankeppni HM ´26 er nýlokið og það má með sanni segja að farið verði inn í mikla spennu í síðustu leiki keppninna. Danmörk og Skotar munu spila upp á beina leið í keppnina og Sviss rúllaði Svíum upp í Sviss.

Graham Potter, sem er nýtekinn við starfi landsliðsþjálfarastöðunni í Svíþjóð, hefur líklegast vonast til að nýtt blóð í brúnni myndi koma sér vel í leik Svía sem hafa verið afleitir í undankeppninni. Honum varð ekki að ósk sinni en Sviss rúllaði þeim upp á heimavelli 4-1.

Sviss er á toppi B riðilsins í undankeppni HM ´26 og bara algjört afhroð kemur í veg fyrir að þeir vinni ekki riðilinn en Kosovo er í öðru sæti með þremur stigum minna en 11 mörkum lakari markatölu. Liðin mætast á þriðjudaginn.

Skotland náði ekki að leggja Grikki af velli á útivelli þó að Grikkir hafi orðið manni færri. Grikkir komust tveimur mörkum yfir í tvígang og héldu út þó að Skotarnir hafi reynt að klóra í bakkann. Leikurinn endaði 3-2 fyrir Grikkland.

Danmörk voru því í dauðafæri að koma sér vel fyrir í bílstjórasæti C riðilsins en þeim mistókst að vinna Belarús á heimavelli. Leikurinn endaði 2-2 og það þýðir að Skotland og Danmörk mætast á þriðjudaginn í hreinum úrslitaleik þar um sæti á HM ´26. Danmörk er í efsta sæti með 11 stig en Skotar í öðru með 10 og því nægir frændum okkar Dönum jafntefli.

Bosnía og Hersegóvína unnu svo Rúmeníu 3-1 á heimavelli í kvöld. Það þýðir að þeir eiga enn séns á að fara beint inn á HM en þeir þurfa að vinna Austurríki á þriðjudaginn næsta. 

Það er því næsta víst að það er úrslitaleikja dagur í vændum á þriðjudaginn. Fylgst verður með á Vísi og Sýn Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×